Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 255
245
Á önnur sameignarfélög skal ekki lagður skattur sem sjálfstæða skatt-
þegna. Eignum og tekjum slíkra félaga skal skipt milli félagsaðila í sam-
ræmi við félagssamning þeirra og þær skattlagðar með öðrum eignum og
tekjum félagsaðilanna.
Eigendum sameignarfélags, sem verið hefur sjálfstæður skattþegn,
er heimilt að breyta um og skipta tekjum þess og eignum milli sxn til
skattlagningar, sbr. 2. mgr. þessa stafliðs, Slíkt félag getur eigi orðið
sjálfstæður skattþegn síðar né heldur sameignarfélög, sem ekki urðu það við
skráningu eða voru það ekki við síðustu álagningu.
D. Samlög, sem hafa það að meginmarkmiði að annast vinnslu eða
sölu á framleiðsluvörum félagsmanna sinna. Þó skulu þau eigi
greiða skatt af þeim tekjum, sem skipt er á milli félagsmanna
í samrsemi við hlutdeild þeirra í afurðasölu eða afurðavinnslu
samlagsins og skattlagðar skulu hjá þeim.
E. Sjóðir, félög og stofnanir, þar með talin sjálfseignarfélög,
sem ekki eru sérstaklega undanþegin skattskyldu samkvæmt 6. gr.,
svo og þrotabú og dánarbú undir skiptum.
Félög og stofnanir, sem um ræðir í 1. mgr. A-E hér að framan og
ekki eiga heimili hér á landi, en hafa hér tekjur af eignum eða atvinnu
sams konar og um ræðir í 2. gr.,,skulu greiða skatt í ríkissjóð af tekjum
þessum og eignum sem önnur félög.
6. gr.
Þessir aðilar eru undanþegnir tekjuskatti og eignarskatti:
Forseti íslands, rxkisfyrirtæki og ríkisstofnanir og aðrir þeir sjóðir,
er standa undir umsjón ríkisstjórnarinnar, sýslufélög, sveitarfélög og
fyrirtæki, er þau reka og sjóðir þeirra, íslenzkir kirkjusjóðir, spari-
sjóðir, sem engan arð greiða stofnendum sínum eða ábyrgðarmönnum, og enn
fremur sjóðir, félög og stofnanir, er ekki reka atvinnu eða veitt er skatt-
frelsi með sérstökum lögum.
Þeir menn, er starfa erlendis í þjónustu hins íslenzka ríkis, skulu
undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, er þeir fá fyrir slík störf.
Erlendir þjóðhöfðingjar, sendiherrar, sendiræðismenn og erlendir
starfsemnn sendisveita annarra ríkja eru undanþegnir tekjuskatti, nema
að því leyti sem þeir njóta tekna frá innlendum aðilum, eiga hér fast-
eignir eða hafa tekjur af þeim, reka atvinnu eða eiga hlut í atvinnu-
fyrirtæki hérlendis. Aðilar þeir, er greinir í þessari málsgrein, eru
einnig undanþegnir eignaskatti í samræmi við reglur þær, sem settar eru í
málsgreininni.
II. KAFLI
Um skattskyldar tekjur.
7. gr.
Skattskyldar tekjur teljast með þeim undantekningum og takmörkunum,
er síðar greinir, alls konar arður, laun og gróði, er gjaldanda hlotnast
af eign eða atvinnu eða einstökum verknaði eða atvikum, ef þetta verður
metið til peningaverðs, svo sem: