Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 276
266
38. gr.
Hver sá, sem skýrt hefur frá tekjum sínum eða eignum lægri en vera
ber og því greitt minni skatt en honum ber skylda til, skal greiða eftir
á skattupphæð þá, sem undan var dregin. Þó skal eigi reikna skatt gjald-
anda að nýju iengra aftur í tímann en 6 ár.
NÚ hefur skattþegn eigi talið fram til skatts og skattar því áætl-
aðir, en síðar kemur í ljós, að áætlunin hefur verið of lág, svo og ef skatt-
þegni hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sínum og eignum,
skal þá reikna skatt gjaldanda að nýju, þó ekki lengra aftur í tímann en
t ár. Sama gildir, ef skattþegn vanta á skrá.
Þegar skattur er reiknaður að nýju skv. þessari gr., skal gæta
ákvæða 37. gr., eftir því sem við á, og veita skattþegni færi á að kæra
skattálagninguna, sbr. 40 og 41. gr. Beita má viðurlögum skv. 47. gr.
svo og sektum skv. 1. mgr. 48. gr.
Þegar skattur er reiknaður að nýju samkvæmt þessari grein, skal
senda gjaldanda tilkynningu þar um í ábyrgðarbréfi. Tilkynning um skatt-
breytinguna skal eigi send hlutaðeigandi innheimtumanni ríkissjóðs fyrr
en að loknum kærufresti til skattstjóra eða að loknum úrskurði kæru, hafi
gjaldandi kært breytinguna, sbr. ákvæði 40. gr. Samrit tilkynningar til
innheimtumanns ríkissjóðs skal sent til ríkisendurskoðanda og ríkisskatt-
stjóra.
39. gr.
Eigi síðar en 20. júní ár hvert skulu skattstjórar hafa samið og
lagt fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag í umdæminu, en í henni skal
tilgreina álagðan tekjuskatt og eignarskatt hvers gjaldanda. Skattskrá
skal liggja til sýnis 2 vikur á hentugum stað í hverju sveitarfélagi.
Skattstjóri eða umboðsmaður hans auglýsir x tæka tíð, hvar skattskrá
liggur frammi. Enn fremur skal skattstjóri senda hlutaðeigandi innheimtu-
manni ríkissjóðs skrá um þá, er gjalda eiga tekju- og eignarskatt í því
lögsagnarumdæmi, og samrit til ríkisendurskoðanda og ríkisskattstjóra.
40. gr.
NÚ telur einhver skatt sinn eigi rétt ákveðinn, og getur hann þá
sent skriflega kæru, studda nauðsynlegum gögnum, til skattstjóra eða um-
boðsmanns hans innan 14 daga, frá því að skattskrá er lögð fram eða
póstlögð var tilkynning um skattbreytingu, sbr. 4. mgr. 38. gr. Innan
tveggja mánaða frá lokum kærufrests skulu skattstjórar hafa úrskurðað
kærur og leiðrétt skattskrá. Úrskurðir skattstjóra skulu rökstuddir og
sendir kærendum í ábyrgðarbréfi. Samrit úrskurða skulu send ríkisskatt-
stjóra. Leiðréttingar á skattskrá skulu jafnframt sendar hlutaðeigandi
innheimtumanni ríkissjóðs og samrit til ríkisendurskoðanda og ríkisskatt-
stjóra.
Úrskurðir skulu uppkveðnir af skattstjórum eða af þeim starfs-
mönnum þeirra, sem fengið hafa sérstaka heimild ríkisskattstjóra til þessa
starfs.
41. gr.
Úrskurði skattstjóra má skjóta til ríkisskattanefndar. Kærufrestur
til ríkisskattanefndar skal vera 21 dagur frá uppkvaðningu úrskurðar skatt-
stjóra.