Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 254
244
NÚ vinnur gift kona, sem er samvistum við mann sinn, fyrir skatt-
skyldum tekjum, og eiga þá hjónin rétt á því að dregin séu 50% frá þeim
tekjum hennar, áður en skattgjald er lagt á tekjur þeirra hjónanna, enda
sé teknanna ekki aflað hjá fyrirtæki eða félagi, sem hjónin, annað hvort
eða bæði, eða ófjárráða börn þeirra eiga eða reka að verulegu leyti, sbr.
3. mgr. NÚ telja hjón sér hagfelldara, að tekjur konunnar séu sérstak-
lega skattlagðar, og geta þau þá krafizt þess, að skattur sé á þau lagður
sitt í hvoru lagi. Ómagafrádráttur allur skiptist þá til helminga á milli
hjónanna. Annar frádráttur en persónuleg gjöld konunnar telst við út-
reikninginn hjá eiginmanninum.
Þegar gift kona vinnur við fyrirtæki eða félag, sem annað hvort
hjónanna eða bæði eða ófjárráða börn þeirra eiga eða reka að verulegu
leyti, á hún rétt á því að helmingur launa hennar eða áætlaðs hluta hennar
af sameiginlegum hreinum tekjum hjónanna af atvinnurekstrinum, miðað við
beint vinnuframlag hennar við öflun teknanna, verði dreginn frá sam-
eiginlegum tekjum hjónanna. Aldrei skal þó koma hærri fjárhæð til frá-
dráttar af þessum sökum en helmingur sameiginlegra hreinna tekna hjónanna
af atvinnurekstrinum eða 134.000 kr. hvor fjárhæðin sem lægri er.
4. gr.
Börn innan 16 ára aldurs, sem eru á framfæri foreldra sinna (stjúp-
foreldra, kjörforeldra, fósturforeldra), eru ekki sjálfstæðir skattþegnar.
Teljast tekjur þeirra með tekjum foreldra að undanskildum skattfrjálsum
tekjum skv. 2. mgr. 21. gr. Nemi hreinar tekjur barns hærri fjárhæð en
37.750 kr. er skattstjóra heimilt að ákveða barninu skatt sem sjálfstæðum
skattþegni enda komi fram tilmæli um það frá foreldrum. Fallist skatt-
stjóri á tilmæli foreldra um sérsköttun barns skal ávallt telja foreldrum
til tekna 37.750 kr. af tekjum barnsins en barninu það sem umfram er.
Með tekjum barna, sem eru í foreldrahúsum og eru sjálf skatt-
greiðendur, telst eigi það framfæri, sem þau fá að nokkru eða öllu leyti
hjá heimilisföður, nema það sé endurgjald fyrir vinnu við atvinnurekstur
hans.
Eignir barna innan 16 ára aldurs teljast með eignum foreldra (stjúp-
foreldra, kjörforeldra, fósturforeldra) að undanskildum eignarskattfrjálsum
innistæðum skv. 1. mgr. 21. gr. Heimilt er þó skattstjóra að ákveða
börnum eignarskatt, sem sjálfstæðum skattþegnum, ef tilmæli koma fram um
það frá foreldrum.
5. gr.
Tekjuskatt og eignarskatt greiða þessi félög og stofnanir:
A. Hlutafélög og önnur félög með takmarkaðri ábyrgð félagsaðila.
Undanþegin eru þó þau félög, sem verja hagnaði sínum einungis
til almenningsheilla og hafa það að einasta markmiði samkvæmt
samþykktum sínum.
B. Gagnkvæm vátryggingar- og ábyrgðarfélög, kaupfélög og önnur
samvinnufélög.
C. Sameignarfélög með ótakmarkaðri ábyrgð félagsaðila, enda séu
þau skráð í firmaskrá og hafi við síðustu álagningu verið sjálf-
stæðir skattþegnar. Hjón ein sér eða með ófjárráða börnum
sxnum geta ekki myndað sameignarfélag, er sé sjálfstæður skatt-
þegn. Við skráningu sameignarfélags skal tekið fram, hvort
félagið skuli vera sjálfstæður skattþegn. Óskráð sameignarfélög,
sem við síðustu álagningu fyrir gildistöku þessara laga voru
sjálfstæðir skattþegnar, skulu teljast það framvegis.