Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 242
III. KAFLI
Um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
8. gr.
Hlutverk Jöfnunarsjóðs er:
a. Að greiða framlag til sveitarfelaganna samkvæmt ákvæðum þessa
kafla.
b. Að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum sveitarfélaga, sam-
kvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga.
c. Að leggja út greiðslur þær milli sveitarfélaga, sem ríkissjóður
ber ábyrgð á samkvæmt framfærslulögum, þar til þær hafa verið
endurgreiddar af því sveitarfélagi, sem þær voru inntar af hend
fyrir.
d. Að greiða aukaframlag, sbr. 15. gr.
e. Að greiða fólksfækkunarframlag, sbr. 16. gr.
f. Að greiða 1% af tekjum sjóðsins til Sambands xslenzkra sveitar-
félaga og 1% til landshlutasamtaka sveitarfélaga, sem skiptist
jafnt á milli þeirra.
g. Að greiða árlega 15 milljónir króna til Lánasjóðs sveitarfélaga
sbr. lög nr. 35/1966.
h. Að greiða útgjöld samkvæmt lögum nr. 54 6. apríl 1971, um
Innheimtustofnun sveitarfélaga.
9. gr.
Tekjur Jöfnunarsjóðs eru þessar:
a. Framlag úr ríkissjóði, sem nemur 8% af söluskatti þeim, sem
innheimtur er í ríkissjóð skv. lögum nr. 10/1960, um söluskatt
svo og 5% af verðtöllstekjum ríkissjóðs, samkvaant lögum nr.
1/1970, um tollskrá o.fl.
Framlagið greiðist Jöfnunarsjóði eftir á, mánaðarlega.
b. Landsútsvör samkvæmt 10. - 12. gr. laga þessara.
10. gr.
Landsútsvör greiða:
a. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins og Sölunefnd varnarliðseigna
b. Áburðarverksmiðjan og Sementsverksmiðja ríkisins.
c. Síldarverksmiðjur ríkisins, Landssmiðjan og Ríkisprentsmiðjan
Gutenberg.
d. Olíufélög, sem flytja inn olíur, olíuvörur og annast sölu
þeirra og dreifingu innanlands.
e. Bankar.
11. gr.
Fjárhæð landsútsvara skal vera sem hér segir:
a. 5% af hagnaði ríkisfyrirtækja, samkvæmt 10. gr. a.
b. 2% af heildarsölu stofnana þeirra, sem um getur í 10. gr. b.
c. 10% af tekjum stofnana þeirra, sem um ræðir í 10. gr. c, sbr.
23. gr. laga þessara.
d. 1 1/3% af heildarsölu olíufélaga, sbr. 10. gr. d.
e. 1% af mismun heildarútlánsvaxta og heildarinnlánsvaxta banka,
sbr. 10. gr. e.