Árbók Reykjavíkurborgar - 01.08.1975, Blaðsíða 277
- 267
Ríkisskattstjóri hefur heimild til að skjóta úrskurðum skattstjóra
til ríkisskattanefndar á næstu þremur mánuðum eftir dagsetningu úrskurðar
skattstjóra. Kærur skulu vera skriflegar og studdar þeim gögnum, sem
kærandi telur nauðsynleg.
Ríkisskattstjóri skal koma fram fyrir hönd fjármálaráðherra gagn-
vart ríkisskattanefnd. Hann skal rökstyðja kröfur sínar og rita greinar-
gerð í málum að því marki, sem hann telur ástæðu til.
Hafi ríkisskattstjóri kært úrskurð skattstjóra, sbr. 2. mgr., skal
ríkisskattanefnd senda skattþegni afrit kæru og gefa honum kost á, innan
hæfilegs frests, að koma fram með andsvör sín og gögn.
Ríkisskattanefnd skal hafa lagt úrskurði á allar kærur sex mánuðum
eftir að þær bárust nefndinni. Orskurðir nefndarinnar skulu rökstuddir
þannig, að aðilar megi sjá, á hvaða kæruatriðum og skattheimildum álagning
sé byggð. Úrslit skal tilkynna ríkisskattstjóra, innheimtumanni skattsins
og gjaldþegni þegar í stað. Ríkisskattanefnd skal fela ríkisskattstjóra
að annast útgáfu úrskurða nefndarinnar árlega. Heimilt er að stytta
úrskurði í útgáfu þessari, en tryggt skal, að úrskurðir, sem gildi hafa,
komi fyrir almenningssjónir.
Skattþegni er heimilt að krefjast þess, að hann eða umboðsmaður hans
með skriflegu umboði fái að flytja mál sitt fyrir ríkisskattanefnd. Ríkis-
skattanefnd getur einnig ákveðið sérstakan málflutning, ef mál er flókið
eða hefur að geymavandasöm, lögfræðileg úrlausnarefni. Málflutningur má
vera munnlegur, ef ríkisskattanefnd leyfir. Um málflutning skulu gilda
almennar reglur um málflutning fyrir héraðsdómi, eftir því sem við á.
Úrskurðir í þessum málum skulu vera rökstuddir, og er nefndin ekki bundin
við þau tímatakmörk um afgreiðslu máls, sem sett eru í næstu málsgrein
hér á undan.
NÚ telur nefndin mál ekki nægilega upplýst, og getur hún þá beint
til málsaðila að afla frekari gagna eða upplýsinga máli til skýringar.
Úrskurður ríkisskattanefndar er fullnaðarúrskurður um skattfjárhæð.
Ágreining um skattskyldu má bera undir dómstóla.
Ríkisskattanefnd skal úrskurða kærur um gjöld, sem skattstjórar
leggja á samkvæmt ákvæðum laga um þau efni. Gilda ákvæði þau, sem að
framan eru rakin, um slíkar kærur, eftir því sem við á. Ríkisskattstjóri
skal koma fram gagnvart ríkisskattanefnd fyrir hönd gjaldkrefjenda.
42. gr.
Ríkisskattstjóri skal auk þess, sem annars staðar er ákveðið í
lögum þessum um störf hans, hafa eftirlit með störfum skattstjóra og gæta
þess, að samræmi sé í störfum þeirra og skattákvörðunum. Hann skal setja
þeim starfsreglur og verklagsreglur og kynna þeim dóma og úrskurði, sem
þýðingu hafa. Hann skal hafa á hendi framkvæmd tvísköttunarsamninga við
önnur ríki, sbr. 4. mgr. 2. gr.
Ríkisskattstjóri getur af sjálfsdáðum rannsakað hvert það atriði,
er varðar framkvæmd laga þessara svo og annarra laga um skatta og gjöld,
sem álögð eru af skattstjórum. Getur hann í því skyni krafizt allra upp-
lýsinga hjá skattstjórum, umboðsmönnum þeirra, lánastofnunum og öðrum þeim
er í 36. gr. greinir.
Við embætti ríkisskattstjóra skal starfa rannsóknardeild, er hafi
með höndum rannsóknir samkvæmt lögum þessum sbr. 4. mgr. 36. gr. og 2. mgr.
þessarar greinar. Forstöðumaður deildarinnar skattrannsóknarstjóri,
stýrir rannsóknarstarfi hennar í samráði við ríkisskattstjóra.