Ský - 01.04.2010, Page 8

Ský - 01.04.2010, Page 8
Sýningin „Hvað er með Ásum?" í Laxárstöð. Styttur eftir Hallstein Sigurðsson, myndhöggvara , 1H MlÆUS ■P’i “ «m-- W’fa. 9? VhTS i E*~-’: mr ■ ■ ■i.' » —á V a Hörður Arnarson RAUNVERULEIKI OG NÁTTÚRA í VIRKJUNUM í SUMAR Hörður Arnarson erforstjóri Lands- virkjunar: „Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að opna stöðvar fyrir ferðamönnum á sumrin. Undanfarin sumur hafa sex af okkar virkju- num verið opnar ferðafólki og þúsundir manna nýtt sér það tækifæri til að kynna sér hvernig rafmagn er framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum. í Búrfellsstöð, Ljósafossstöð, Végarði við Fljótsdalsstöð, Blöndustöð og Laxárstöðvum er hægt að kynnast því hvernig orka er unnin úr vatnsafli. I Kröflustöð má svo kynna sér orkuvinnslu úr jarðhita." ÍSLENSK LIST OG HÖNNUN í LANDSVIRKJUN „Samhliða fræðandi upplýsingum um orku- nýtingu má einnig upplifa íslenska list og hönnun í stöðvum Landsvirkjunar. í ár brydd- um við upp á þeirri nýbreytni að sýna verk eftir Ijósmyndara, listamenn og hönnuði.Við eigum í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík sem felst í því að flytja hluta sýningarinnar Raunveruleikatékk úr miðbæ Reykjavíkur þegar sýningartíma lýkur þar, þann 28. júní, og setja myndirnar við stöðvar Landsvirkjunar. Sýningin leitast við að kanna viðbrögð veg- farenda með því að taka Ijósmyndir úr sínu hefðbundna umhverfi og setja upp til sýning- ar í almannarými," segir Hörður. Sýningin í stöðvum Landsvirkjunar opnar laugardaginn 3. júlí og stendurtil 31. ágúst. Ljósmyndir úr Raunveruleikatékki verða til sýnis við allar stöðvar Landsvirkjunar sem eru opnar í sumar. Það má segja að Landsvirkjun sé einnig að ganga í gegnum sitt raunveruleika- tékk," segir Hörður og vísar til ákveðinnar endur- skoðunar sem á sér stað innan fyrirtækisins. „Alþjóðlega fjármálakreppan kemur við okkur eins og önnur fyrirtæki og einstaklinga. En allar hindranir fela í sér tækifæri. Við höfum fylgst vel með þeirri grósku sem ríkir hér á landi á svo mörgum sviðum, til dæmis í hönnun og nýsköpun. í ár mun Landsvirkjun, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð íslands, setja upp sýningu í Ljósafossstöð sem gengur undir vinnuheitinu „Náttúran í íslenskri hönnun" og endurspeglar hvernig íslenskir hönnuðir nota náttúruna í verk sín," segir Hörður að lokum. 8 ský 2.tbl. 2010

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.