Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 14

Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 14
EVROVISION HELGA MOLLER REIÐ Á VAÐIÐ Helga Möller var fyrsta söngkonan sem keppti fyrir hönd íslands í Evróvision árið 1986. Hún var í lcy-tríóinu sem flutti lagið Gleðibankann eftir Magnús Eiríksson. Með henni í þessu rómaða tríói voru Pálmi Gunnarsson og Eiríkur Hauksson. ■I1986- HELGA MÖLLER Það var spenna í lofti vorið 1986 þegar íslendingar tóku þátt í Söngva- keppni evrópskra sjónvarsstöðva, Evróvision, í fyrsta sinn. Enda þótti tilefni til, keppnin var þá haldin í þrítugasta skipti og tuttugu ár voru frá því útsendingar sjónvarps hófust á íslandi. Framlag íslendinga var lagið Gleði- bankinn eftir Magnús Eiríksson í flutningi lcy-hópsins en það skipuðu þau Helga Möller, Pálmi Gunnarsson og Eiríkur Hauksson. Þjóðin fylgdist spennt með og var sigurviss. Allt kom þó fyrir ekki, lagið lenti í 16. sæti en þetta árið kom vinningslagið frá Belgíu, J’aime la vie í þutningi Söndru Kim. m 1987 - HALLA MARGRÉT ÁRNADÓTTIR Þaö var svo söngkonan Halla Margrét Árnadóttir, sem fékk það hlutverk að spreyta sig næst. Hún söng hið hugljúfa lag Valgeirs Guðjónssonar, Hægt og hljótt. Hún stóð sig með miklum sóma en allt kom fyrir ekki, íslendingar lentu aftur í 16. sæti. 1 -m 1990 - SIGGA BEINTEINS Hressileikinn var í fyrirrúmi þetta árið. Stjórnarmeðlimirnir Grétar Örvars- son og Sigríður Beinteinsdóttir voru glaðbeitt í Zagreb þar sem keppnin fór fram þegar þau þuttu lag Harðar Ólafssonar, Eitt lag enn. Nú loksins sáu íslendingar til sólar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Lagið féll í kramið og lenti í 4. sæti. ■i 1992 - SIGRÚN EVA OG SIGGA BEINTEINS Þær kölluðu sig Heart 2 Heart dívurnar tvær sem lögðu í víking fyrir íslands hönd árið 1992, Sigrún Eva Ármannsdóttir og Sigríður Beinteins- dóttir. í farteskinu höfðu þær lag Friðriks Karlssonar, Grétars Örvarssonar og Stefáns Hilmarssonar, Nei eóa já þar sem hressileikinn var í öndvegi og stöllurnargeislandi glaðar. Lagið hlaut ágætan hljómgrunn og lenti í 7. sæti ■I1993 - INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR —„Ég bíð - þú leitar svara út um allt, hvar endar þessi ferð, til hvers var farið." Þannig hljómar textinn í lagi þeirra Friðriks Sturlusonar og Jóns Kjell Seljeseth, Þá veistu svarið. Þetta vartregafull ballaóa sem Ingibjörg Stefánsdóttir söng fyrir hönd íslands. Keppnin fór fram á írlandi. Að lokinni atkvæðagreiðslu hafði lagið hlotið 42 stig og hafnaði í 13. sæti. 4BI1994 - SIGGA BEINTEINS í þriðja sinn hélt Sigga Beinteins merki íslands á lofti í Evróvision og í þetta skipti flutti hún lag þeirra Stefáns Hilmarssonar og Friðriks Karlssonar, Nætur. Leitað var liðsinnis hins írska Franks McNamara við útsetningu þess, en lagið hafnaði í 12. sæti. 14 ský 2.tbl. 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.