Ský - 01.04.2010, Síða 15

Ský - 01.04.2010, Síða 15
« m 1996 - ANNA MiÖLL ÓLAFSDÓTTIR Sjúbídú, sjúbídú, menn skilja jafnt á Skaga- strönd og Tímbúktú, söng Anna Mjöll Ólafsdóttir. Hún flutti lagið Sjúbídú í Ósló í Noregi og var fulltrúi íslands í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta ár. Sjúbídú samdi hún f félagi við föður sinn, Ólaf Gauk Þórhallsson. Lagið lenti í 13. sæti í keppninni. « m 1999 - SELMA BJÖRNSDÓTTIR Þá var komið að Selmu. Keppnin var hald- in í Jerúsalem í ísrael árið 1999. Selma Björnsdóttir flutti lag eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson, auk þess sem hún kom einnig við sögu sem höfundur. Lagið var All Out of Luck. Keppnin var jöfn og spennandi, íslenska og sænska lagið höluðu inn stigum en leikar fór svo að það sænska hafði betur, Charlotte Nilsson með lagið Take Meto Your Heaven varð í fyrsta sæti, en Selma í öðru. Þetta var besti árangur íslands í keppninni til þessa og áhugi landsmanna, sem farið hafði dvínandi, jókst á ný. « m 2000 - TELMA ÁGÚSTSDÓTTIR Árið sem Olsenbræður tóku keppnina með trompi með lagi sínu Fly on the Wings of Love voru þau Einar Ágúst Víðisson og Telma Ágústsdóttir fulltrúar íslands í Evrovision. Þau fluttu hið hressa lag Tell me eftir Sigurð Örn Jónsson og Örlyg Smára með glæsibrag. Hlutskipti íslands í þetta sinn var 12. sætið. H« m 2003 - BIRGITTA HAUKDAL Birgitta Haukdal fór ásamt fríðu föruneyti til Lettlands þar sem hún söng lag sitt, Open your heart. Birgitta hafði brætt hjörtu landsmanna með einlægri fram- komu sinni og voru íslendingar enn og aftur nokkuð sigurvissir. Birgitta var fyrst á svið og stóð sig með ágætum, lagið hlaut góðan hljómgrunn ytra og lenti í 9. sæti. « m 2005 SELMA BJÖRNSDÓTTIR Selma Björns var fulltrúi íslands öðru sinni árið 2005, nú var hún á ferðinni með lag þeirra Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og Vignis Snæs Vignissonar, If I had your love. Þrátt fyrir að lagið þætti sallafínt hér heima átti það ekki hljómgrunn meðal íbúa í Evrópu, það fékk 52 stig og hafnaði í 16. sæti. ÍSLENSKU LOGIN í EVRQVISIQN íslendingar hafa keppt í Evróvision í 23 skipti á síðustu 25 árum. Það var aðeins árin 1998 og 2002 sem íslendingar voru ekki með í þessari vinsælu keppni. í fimmtán skipti hafa söngkonur verið í framlínunni. Hér koma íslensku lögin og flytjendur. 1986 Gleðibankinn, lag eftir Magnús Eiríksson. Flytjendur lcy-tríóið: Helga Möller, Eiríkur Hauksson og Pálmi Gunnarsson. 1987 Hægt og hljótt, lag eftir Valgeir Guðjónsson, flytjandi Halla Margrét Árnadóttir. 1988 Sókrates, lag eftir Sverri Stormsker, sem flutti einnig ásamt Stefáni Hilmarssyni. 1989 Það sem enginn sér eftir Valgeir Guðjónsson, flytjandi Daníel Ágúst Haraldsson. 1990 Eitt lag enn, eftir Hörð Ólafsson, flytjendur voru Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteins- dóttir úr Stjórninni. 1991 Nína eftir Eyjólf Kristjánsson, sem einnig flutti ásamt Stefáni Hilmarssyni. 1992 Nei eða já, eftir Stefén Hilmarsson, Friðrik Karlsson og Grétar Örvarsson. Flytjendur hljómsveitin Heart 2 Heart, með þær Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Sigriði Beinteins- dóttur í fararbroddi. 1993 Þá veistu svarið, eftir Friðrik Sturluson. og Jón Kjell Seljeseth, flytjandi Ingibjörg Stefánsdóttir. 1994 Nætur eftir Stefán Hilmarsson og Friðrik Karlsson, flytjandi Sigríður Beinteinsdóttir. 1995 Núna, eftir Jón Örn Marinósson, Björgvin Halldórsson og Ed Welch, flytjandi Björgvin Halldórsson. 2010 2. tbi. ský 15

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.