Ský - 01.04.2010, Side 16

Ský - 01.04.2010, Side 16
EVROVISION m 2006 - SILVÍA NÓTT Silvía Nótt stökk fram á sjónarsviðið árið 2006, leikin af Ágústu Evu Er- lendsdóttur. Hún bar sigur úr býtum f undankeppninni hér heima og hélt út í heim sem fulltrúi íslands, alla leið til Aþenu í Grikklandi. Framlag íslands það árið var lagið Congratu- lation sem Þorvaldur Bjarni samdi en sjálf samdi hún textann. Silvía Nótt var ýmist elskuð eða hötuð. Víst er að þar var enginn meðalmaður á ferðinni en hún hélt óspart á lofti skoðunum sínum sem ekki féllu öll- um í geð. Þetta ár voru það finnsku þungarokkararnir í Lordi sem komu, sáu og sigruðu með lagi sínu Hard rock hallelujah, en 13. sætið varð hlutskipti Silvíu Nætur. m 2008 - REGÍNA ÓSK Það voru skötuhjúin Regína Ósk Óskarsdóttir og Friðrik Ómar Hjör- leifsson, sem í sameiningu kalla sig Eurobandið, sem voru fulltrúar ís- lands í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva þetta árið. Þau fögnuðu sigri í undankeppni hér heima og héldu með lagið This is my life út til Belgrad þar sem þau stóðu sig með stakri prýði, unnu sig upp úr undankeppni og í úrslitakeppnina. Lagið er eftir Örlyg Smára. Þau hlaut 64 stig á aðalkvöldinu og hafnaði í 14. sæti. m 2009 - JÓHANNA GUÐRÚN Jóhanna Guðrún kom, sá og næstum því sigraði í Evrovision í fýrravor. Hún þutti lag Óskars Páls Sveinssonar Is it true og lenti í öðru sæti, á eftir norska hjartaknúsaranum Alexander Rybak, sem rótburstaði keppnina og setti stigamet. Jóhanna Guðrún vann hug og hjörtu þjóðarinnar með sinni hógværu framkomu og má með sanni segja að hún hafi heillað Evrópubúa með frábærum söng sínum. ■ 2010 - HERA BJÖRK Hera Björk er þrettánda íslenska dívan í Evróvision. Hún er mikil díva og hefur heillað þjóðina í mörg ár. Lagið Je Ne Sais Quoi eftir Örlyg Smára í Osló. Hún lenti í 19. sæti. EVRÓVISION 1996 Sjúbídú, eftir Önnu Mjöll Ólafsdóttur og Ólaf Gauk Þórhallsson, flytjandi Anna Mjöll Ólafsdóttir. 1997 Minn hinsti dans eftirTrausta Haraldsson og Pál Óskar Hjálmtýsson, sem einnig flutti lagið. 1998 íslendingar voru ekki með þetta ár. 1999 All Out of Luck eftir Þorvald Bjarna Þorvalds- son, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Selmu Björnsdóttir, sem flutti lagið. 2000 Tell me eftir Sigurð Örn Jónsson og Örlyg Smára, flytjendur voru þau Einar Ágúst Víðisson og Telma Ágústsdóttir. 2001 Angel eftir þá Einar Bárðarson og Magnús Þór Sigmundsson. Flytjendur voru þeir Kristján Gíslason og Gunnar Ólason eða Two Tricky. 2002 íslendingar voru ekki með þetta ár. 2003 Open Your Heart eftir Birgittu Haukdal sem einnig flutti lagið. 2004 Heaven, eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Magnús Þór Sigmundsson; Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi í Svörtum fötum flutti. 2005 If I Had Your Love eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og Vigni Snæ Vigfússon, Selma Bjömsdóttir flutti. 2006 Congratulation, eftir Þorvald Bjarna Þorvalds- son. Silvía Nótt, leikin af Ágústu Evu Erlendsdóttur, flutti. 2007 Valentines Lost eftir Svein Rúnar Sigurðsson, Eiríkur Hauksson flutti. 2008 This is My Life eftir Örlyg Smára, flytjendur Friðrik Ómar Hjörleifsson og Regína Ósk Óskarsdóttir, Eurobandið. 2009 ls it True eftir Óskar Pál Sveinsson, flytjandi Jóhanna Guðrún 2010 Je Ne Sais öuoi eftir Heru Björk Þórhallsdóttur og Örlyg Smára, Hera Björk. 16 ský 2,tbl. 2010

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.