Ský - 01.04.2010, Síða 21

Ský - 01.04.2010, Síða 21
Þegar breska stórskáldið W. H. Auden kom til Islands sumarið 1937 lét hann svo ummælt í grein um dvöl sína á landinu fagra að engin höfuðborg í veröldinni gæti stært sig af öðrum eins íbúum eins og Reykjavík. Margir úr íslenskri menningarhástétt sem höfðu setið í virðuleg- um samræðum við Auden á Borginni yfir raffíneruðum kaffibolla urðu kindarlegir á svip þegar Auden nefndi Odd sterka af Skaganum og Ola Maggadon sem dæmi um litríka persónuleika sem settu svip á bæinn. Það litríka mannlíf sem margir telja höfuð- kost stórborga er nefnilega sett saman úr mörgum þáttum og einn partur af blönd- unni er fólk sem er með einhverjum hætti frábrugðið öðru fólki. Venjulegt fólk sækir vinnu og er falið bakvið skrifborð og vélar daglangt og hefur öngvan tíma til að „setja svip á mannlífið.11 Þeir sem standa utangarðs í samfélaginu annað hvort vegna fötlunar, iðjuleysis eða ríkidæmis geta tekið sér stöðu í litríku mann- lífi og lagt þannig sitt af mörkum. Þegar W. H. Auden og Louis MacNeice fylgisveinn hans komu hingað sumarið 1937 hafa þeir ekki getað gengið um þveran miðbæinn án þess að rekast á Odd sterka, Óla Maggadon og kannski hefur Jóhannesi Birkiland brugðið fyrir og hugsanlega Villa frá Skáholti eða Jóni Kristófer kadett. Bætt umönnun og framfarir í lyfjagjöf hafa orðið til þess að fækka fólki sem kallað er „kynlegir kvistir“ á almannafæri. Aður en menn gráta það hátt ættu þeir kannski að líta í kringum sig í miðbæ Reykjavíkur og athuga hvort ekki er þar nokkuð úrval af kynlegum kvistum sem eru kannski svolítið öðruvísi en kvistir fyrri tíðar en alveg prýðilega kynlegir samt sem áður. Rifjum aðeins upp sögu þeirra helstu sem settu svip á Reykjavík fyrri tíðar. MEÐ RAUÐA KÚLU Á MAGANUM Oddur sterki af Skaganum mátti oft þola af hendi samfélagsins háð og spott. Krakkar eltu hann þá í hópum og gerðu hróp að honum. Oddur fékk oft frá þeim þennan vísupart sunginn eða æptan: Oddur af Skaganum með rauða kúlu á maganum. Oddur var alls ekki það heljarmenni sem nafngift hans gæti gefið til kynna. Þvert á móti var hann fremur lítill að vallarsýn en bætti upp með dugnaði þar sem skorti á líkamsvöxt. I grein í Lesbók Morgunblaðsins 1994 lýsir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur ævi hans svo: Jón Leifs hljóðritar söng Odds sterka árið 1934. Mynd: Willem van de Poll. „Oddur var fæddur í Pálshúsum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 29. október 1879 og var launbarn. Faðir hans var Sigurgeir Guðmundsson, giftur maður á Akranesi, sem var á vetrarvertíð í Reykjavík er Oddur kom undir. Móðir hans var Jórunn Böðvarsdóttir vinnukona. Þegar Oddur var á þriðja ári dó móðir hans og var barnið þá flutt til föður síns sem kom því fyrir hjá bróður sínum, Kristjáni Guðmundssyni á Sólmundarhöfða á Akranesi. Þar ólst Oddur upp en varð fyrir því slysi rúmlega þriggja ára gamall að fá högg á höfuðið þannig að hann missti heyrn- ina um tíma og var heyrnardaufur æ síðan. Lá hann rúmfastur mánuðum saman og átti eftir það einnig erfitt með að tala og gera sig skiljanlegan Hann stríddi við ákaft suð fyrir eyrum og var oft kvalinn þannig að við örvinglan lá. Þetta setti mark sitt á drenginn. Þegar hann óx upp hlógu menn að hon- um og héldu sumir að hann væri aumingi vegna þess hve erfitt hann átti um mál. Lýsti hann því á gamals aldri hvílíkt hugarstríð og mótlæti hann hafði búið við af þessum orsökum. A efri árum notaði Oddur þar til gert látúnshorn sem hann stakk í eyrað þegar hann þurfti að heyra hvað aðrir sögðu.“ AÐ DREKKA FRÁ SÉR SUÐIÐ Eyrnasuð eins og það sem Oddur virðist hafa þjáðst af er sagt valda þreytu, pirringi og reiði ásamt þunglyndi meðal þeirra sem af því þjást. Oddur virðist hafa átt óhamingju- sama æsku fyrir utan þær þjáningar sem hann þoldi af heyrnarleysi og eyrnasuði bæði líkamlega og andlega. Oddur fór að heiman á unglingsárum og réði sig til sjós. Hann þótti harðduglegur og var eftirsóttur skútusjómaður. Hann leitaði mjög á náðir Bakkusar þegar frístundir gáfust og þarf kannski engan að undra í samfélagi sem mætti kvillum hans og fötlun með háði og spotti en áleit áfengisneyslu merki um karlmennsku. Oddur fór víða um land á skútuárum sín- um og var oft í æði skrautlegum félagsskap. Meðal skipsfélaga hans og vina var Kristján Sveinsson sem kallaður var Stjáni blái og þótti fremstur sjóhunda og hörkutóla á sinni tíð. Um Stjána orti Örn Arnarson ódauðlegt kvæði og hann gerði reyndar einnig rímur af Oddi sterka. Þeir Oddur og Stjáni áttu það sameiginlegt að vera góðir sjómenn, einkum var Stjáni orðlagður siglari, en báðir voru talsvert vínhneigðir. í Sögu Norðfjarðar er d „Oddur var fæddur í Pálshúsum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 29. október 1879 og var launbarn. Faðir hans var Sigurgeir Guðmundsson, giftur maður á Akranesi, sem var á vetrarvertíð í Reykjavík er Oddur kom undir." 2010 2. tbi. ský 21

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.