Ský - 01.04.2010, Qupperneq 22

Ský - 01.04.2010, Qupperneq 22
KYNLEGIR KVISTIR Oddur virðist hafa haft talsverðan hug á því að reisa sjálfum sér minnisvarða. Samkvæmt Alþýðublaðinu frá 1927 lét hann höggva „grafarmerki" í klappirnar fyrir innan Lækjarhvamm. því lýst að eina minnisstæða vertíð snemma á tuttugustu öldinni komu þeir sunnan úr Reykjavík til að róa frá Norðfirði og bjuggu þá í svokölluðum Kelaskúr á Norðfirði saman þeir Oddur sterki, Stjáni blái, Sæmundur sífulli en ráðskona þeirra hafði hið smekklega viðurnefni Lauga lausgirta. RITSTJÓRI EÐA LEIKSOPPUR HREKKJALÓMA Skömmu fyrir fertugt urðu miklar breytingar á lífi Odds þegar á honum var gerð mikil skurðaðgerð og eftir það þoldi hann ekki strit eða vosbúð og varð í mörg ár eftir það hálf- gerður flækingur og údgangsmaður á götum Reykjavíkur. I áðurnefndri grein Guðjóns Friðrikssonar er lundarfari Odds svo lýst: „Oddur hafði örar og næmar tilfinningar. Hann var bráður í lund fram eftir ævi og þoldi illa kerskni og andstöðu sem menn sýndu honum iðulega og gat snöggreiðst ef krakkar veittust að honum. Sjálfur var hann ákaflega barngóður og vék oft smápeningum að börnum...Oddur var smámæltur og hafði skrýtinn talanda, lá hátt rómur eins og títt er um suma menn sem heyra illa.“ A útigangsárum Odds í Reykjavík var ekki laust við að menn gengju á lagið og gleptu hann til ýmissa verka sem hann hefði að óbreyttu ekki haft forgöngu um. Þannig var Oddur um hríð á þriðja áratugnum ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðs sem hét Harðjaxl. Ungir róttækir menn lögðu honum til efni í blaðið sem kom út í nokkur ár og olli oft miklum deilum. Morgunblaðið sagði í leiðara sem bar yfirskriftina Skúmaskotsmenn að Oddur væri einstætt gamalmenni, leiksoppur ábyrgðarlausra manna. Atferli þeirra var sagt lúalegt gagnvart óvitanum. Þetta finnst manni í dag heldur djúpt í árinni tekið því Oddur var rúmlega fertugur og þótt hann væri hrekklaus og einfaldur var hann enginn óviti. Sennilega er frægasta tiltæki Odds sterka framganga hans á Alþingishátíðinni 1930 þegar hann hélt til hátíðarinnar íklæddur litklæðum að hætti fornkappa með alvæpni úr tré. Náði Oddur fundi Kristjáns konungs X á Þingvöllum og var tekin fræg ljósmynd af þeim saman. Er fullyrt að Kristján X hafi aldrei brosað svo breitt við íslenskum þegn eins og á þessari mynd. Hver voru tildrög þess að Oddur íklæddist þessum skrúða á þessari heilögu hátíð er ofurlítið óljóst. Guðjón Friðriksson telur að hér hafi verið um að ræða einfaldan hrekk einhverra kunningja Odds. Pétur Pétursson fyrrum útvarpsþulur staðhæfði hinsvegar í grein í Morgunblaðinu 2003 að Lárus nokkur Jóhannesson hefði vísvitandi gefið Oddi þennan búning til þess að bregða fæti fyrir þau áform ungmennafélaga víða um land að fjölmenna í litklæðum á hátíðina. Lárus mun hafa ætlað að ef Oddur sterki af Skaganum klæddist þessháttar fatnaði á almannafæri myndi enginn vilja taka hann sér til fyrirmyndar. Þetta getur vel verið rétt þótt vandséð sé hvers vegna Lárusi var svona uppsigað við áform ungmennafélagsmanna. I sömu grein segir Pétur að Oddi hafi verið komið fyrir í gæslu utanbæjar meðan hátíðin stóð svo hann yrði ekki á vegi tiginna gesta á götum borgarinnar. Sama hafi verið gert við ýmsa aðra furðufugla þessa tíma. Oddi var komið fyrir á Svartagili í Þingvallasveit hjá Markúsi bónda og hann og Oddur fóru fótgangandi saman til hátíðar á Þingvöllum. Alsiða var að víkja smápeningum að Oddi á götum Reykjavíkur og fá hann til að æpa: Niður með kónginn og eflaust hefur það verið ástæða þess að honum var komið úr bænum en Oddur mun hafa sagt um fund þeirra Kristjáns X : „Þegar konungurinn hefur gefið manni tíu krónur þá getur maður ekki hrópað eins og bolsévíki: Niður með kónginn.“ MEÐ HNÍFINN í ANNARRI OG HNEFANN í HINNI Eftir Alþingishátíðina spásséraði Oddur iðulega um götur Reykjavíkur í litklæðum sínum grár fyrir járnum með trésverð, öxi og skjöld. Oddur komst oft skemmtilega að orði og meðal annars er höfð eftir honum þessi þekkta bardagalýsing: „Þá kom hann á móti mér með hnífinn í annari og hnefann í hinni. Svo lagði hann á flótta. Ég á undan og hann á eftir.“ Oddur var alla ævi utangarðs í samfélaginu. Hann bjó lengi í litlum steinbæ sem hét Höfn og stóð þar sem hús Fiskifélagsins við Skúlagötu stendur nú en þegar steinbærinn var rifinn byggðu vinir Odds fyrir hann lítinn skúr inni við Klepp. Skúrinn hét Oddshöfði og þar bjó Oddur þegar Alþýðublaðið tók viðtal við hann 1935 og spurði meðal annars hvað honum þætti vænst um og fyndist mest gaman. „Mér þykir vænst um öll lítil börn, eins þótt þau séu óhrein og mömmurnar mega ekki hræða börn með mér. Svo finnst mér líka vænt um hestinn minn og hundinn. Hann sefur í stofunni hjá mér. Ég, hundurinn og hesturinn erum alltaf saman og mér þykir mest gaman að vera með þeim í góðu veðri uppi í sveit.“ HÓTAÐIAÐ GANGA AFTUR Oddur virðist hafa haft talsverðan hug á því að reisa sjálfum sér minnisvarða. Samkvæmt Alþýðublaðinu frá 1927 lét hann höggva „grafarmerki“ í klappirnar fyrir innan Lækjar- hvamm. Þessi er áletrunin: Oddur Sigurgeirs- son ritstjóri 1927. Letrið er mjög greinilegt, höggvið djúpt í klöppina sem er hér með friðlýst meðan ég lifi. En þá ég hef verið Ólafur Magnússon (Óli Maggadon) ásamt ungri og laglegri stúlku. grafinn, bið ég velunnara mína og flokks- bræður að kljúfa það stykki af klöppinni sem letrið er á, og færa það á gröf mína. Þar fyrir skulu koma allir mínir eftirlátnu fjármunir, bæði í föstu og Iausu. Ef þessari beiðni minni verður ekki sinnt mun ekki heiglum hent að hitta mig á kvöldgöngu þeirri er ég rölti þegar þar að kemur." Þetta verður auðvitað ekki skilið öðruvísi en hótun um að Oddur gangi aftur verði tilmælum hans ekki hlítt. En það var einmitt ekki gert og klöppin er enn á sínum stað með áletrun Odds sterka og hægt að finna hana við endann á bílastæði bakvið húsið númer 3 við Ármúla. 22 ský 2.tbl. 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.