Ský - 01.04.2010, Qupperneq 25
FRÆKNIR FÉLAGAR Í OLLY GOOD' SAMBANDI
AUGLÝSINGAHERFERÐ SÍMANS, ÞAR SEM FÓKUSINN
ER Á „STÆRSTA 3G DREIFIKERFI FRÁ LANDNÁMI",
HEFUR SLEGIÐ í GEGN. LEIKARARNIR BJÖRN THORS,
ÓLAFUR DARRI, BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON OG
ÞÓRHALLUR SVERRISSON KITLA HLÁTURTAUGARNAR
HVORT SEM ÞEIR ERU AÐ SVAMLA í SNORRALAUG,
ERU í SPENNANDI SKÍÐAFERÐ UPPI Á SNÆFELLSJÖKLI
EÐA ( „JOLLY GOOD" SAMBANDI LENGST
ÚTI Á BALLARHAFI.
TEXT HRUND HAUKSDÓTTIR
MYNDIR: ENNEMM
»» BJÖRN THORS
Björn Thors útskrifaðist frá Leiklistardeild LHÍ vorið 2003
og hefur leikið í fjölmörgum leikhúsum síðan. Hann hefur
m.a. staðið á sviði í Volksbuhne í Berlín, Burgtheater í Vín,
Wagneróperunni í Bayreuth, Lyric Hammersmith leikhúsinu í
London, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu.
Björn lék í vinsælum verkum eins og Græna landinu, Ríkarði
þriðja, Þetta er allt að koma og Dínamíti. Hann hefur tvívegis
hlotið Grímuverðlaunin; fyrir Græna landið og Vestrið eina,
og var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir Dínamít og Killer
Joe. í vetur hefur Björn verið önnum kafinn við leikstörf en
hann leikur í Brennuvörgunum, Gerplu og íslandsklukkunni í
Þjóðleikhúsinu.
Björn hefur einnig fengist við leik í kvikmyndum og sjón-
varpi og á dögunum hlaut hann Edduverðlaunin fyrir eftir-
minnilega túlkun á hinum geðuga einfeldningi, Kenneth
Mána, í sjónvarpsþáttaröðinni Fangavaktinni.
2010 2. tbi. ský 25