Ský - 01.04.2010, Qupperneq 31
KNATTSPYRNA
(
Maradona var sjálfum sér verstur - hann þoldi ekki athygl-
ina og dýrðarljómann. Hið Ijúfa líf náði tökum á honum.
Hann féll á lyfjaprófi, vegna kókaínneyslu.
örin“ vegna hraða síns og krafts, en hann var
geysilega fljótur, leikinn og skotviss. Hann
hélt til Kólumbíu með skotskóna sína og
varð þar þrisvar sinnum meistari með Mill-
onarios. Arið 1953 lá leið hans til Spánar þar
sem Real Madrid og Barcelona börðust um
að fá hann til sín. Mikill fögnuður braust
út í Madrid þegar fréttist að Real hefði haft
betur í þeirri baráttu og komu 30 þúsund
áhorfendur til að sjá hann á fyrstu æfingunni
hjá Real. Hann komst fljótlega í guðatölu
hjá stuðningsmönnum Real og ber hann, nú
84 ára, nafnbótina „Besti knattspyrnumaður
allra tíma hjá Reai Madrid“.
Stuðningsmenn Real fögnuðu Di Stefano
á fyrstu æfingunni og þeir áttu síðan eftir að
fagna honum mörgum sinnum — hann varð
átta sinnum Spánarmeistari með Real og
varð markakóngur á Spáni fimm sinnum og
fjórum sinnum knattspyrnumaður ársins þar
í landi. Di Stefano var fremstur í flokki þegar
Real Madrid vann Evrópukeppni meistara-
liða fimm ár í röð 1956-1960 og skoraði
hann í öllum úrslitaleikjunum fimm - það
voru ekki margir varnarmúrar sem héldu hin-
um árásargjarna Di Stefano, þegar hann fór
á ferðina. Frægasti úrslitaleikurinn var án efa
þegar Real vann Frankfurt á Hampden Park
í Glasgow 1960, 7:3. Þá skoraði hann þrjú
mörk og átti stærstan þátt í að Puskas skoraði
fjögur mörk. Di Stefano skoraði 49 mörk í
58 Evrópuleikjum og var hann kjörinn knatt-
spyrnumaður Evrópu tvisvar, 1957 og 1959.
Eftir að hann lagði skóna á hilluna gerðist
hann þjálfari í Argentínu og Spáni — gerði
lið að meisturum og Evrópumeisturum. Þá
var hann um tíma landsliðsþjálfari Spánar og
hann er enn í hávegum hafður hjá Real Madrid,
þar sem hann er enn skráður í bækur félagsins
sem tæknilegur ráðgjafi. Di Stefano lék land-
sleiki fyrir Argentínu og Spán, en náði ekki
að leika í heimsmeistarakeppni. Spánverjar
voru klaufar að komast ekki á HM í Svíþjóð
1958, en hann meiddist stuttu fyrir HM í
Chile 1962.
PELE, MARADONA OG MESSI
Tveir leikmenn hafa oftast verið nefndir til
sögunnar, sem bestu knattspyrnumenn heims
á undanförnum árum - Svarta perlan frá
Brasilíu, kóngurinn sjálfur Pele, og argentínski
undramaðurinn Maradona, sem gat auðveld-
lega snúið leikjum sínu liði í hag upp á eigin
spýmr. Að undanförnu hefúr nafn argentínska
snillingsins Messi hjá Barcelona borið á góma,
en ég og fjölmargir aðrir teija að það sé
fullsnemmt að fara að bera hann saman við
leikmenn eins og Di Stefano, Pele og Mara-
dona. Ástæðan er einföld - knattspyrnuferill
Messi er rétt að hefjast og hann eigi enn eftir
að sanna sig í hinum harða heimi knattspyrn-
unnar.
Messi mun fá sína fyrstu alvöru eldskírn í
heimsmeistarakeppninni í Suður-Ameríku í
sumar. Við skulum renna snöggt yfir árangur
Pele, Maradona og Messi sem eiga það allir
sameiginlegt að vera ekki háir í loftinu - Di
Stefano er 1,78 m, Pele 1,73, Messi 1,69 og
minnstur er Maradona, eða 1,65 m.
„GUÐ GAF MÉR ÞESSA GJÖF“
Fyrstan köllum við fram á sviðið Pele, en
frægð hans var nánast engin takmörkin sett.
I Brasilíu var hann kallaður „Perola Negra“ -
svarta perlan, í Frakklandi „La Tulipe Noire“
— svarti túlipaninn. I Chile „E1 Peligro“ —
hinn hættulegi og á Italíu var hann einfaldlega
kallaður „E1 Re“ - kóngurinn. Pele fæddist
íTres Caracoes í suðurhluta Brasilíu 1940
og ólst þar upp nánast í hreysi, sem stóð við
aðalgötu mesta fátækrahverfis bæjarins. Hann
2010 2. tbl. ský 31