Ský - 01.04.2010, Qupperneq 42

Ský - 01.04.2010, Qupperneq 42
IHALDSMAÐURimm DAVID CAMERON NÝR HÚSRÚNDI í DOWNINGSTRÆT110 TEXTI GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: PHOTOS/CONSERVATIVES Hann hefur reykt hass og hann hefur farið á fyllerí. En þá var hann bara menntskælingur og stúdent. Nú er David Cameron orðinn forsætisráðherra Breta eftirtvísýna kosningabaráttu. Þartókust á hinn ungi, stimamjúki og fágaði leiðtogi íhaldsmanna, frjálslyndi heimsmaðurinn Nick Clegg og tuddinn Gordon Brown. Bretar hafa alltaf átt litríka ieið- toga. Núna er David Cameron orðinn húsbóndi í Downings- træti 10 eftir að hafa sigrað Gordon Brown - að vísu með aðstoð annars keppinautar. Cameron sest nú í sæti sem íhaldskempur á borð við Winston Churchill og Margrét Thatcher hafa vermt áður. Sagan er þarna bæði styrkur og veikleiki. Eiginkona Camerons er Samantha Gwendoline Sheffield og er af aðalsættum. Þau gengu í það heilaga 1. júní árið 1996. En er Cameron einhver afreksmaður á borð við þau sem áður stýrðu landinu fyrir íhalds- menn? Er þetta ekki bara stráklingur, fágaður en reynslulaus - enginn Gunnar á Hlíðar- enda með atgeir á lofti? Eða eigum við að segja: Járnkarl, sem stenst samanburð við Járnfrúna? Og því má ekki gleyma að hann verður að deila völdum með Nick Clegg, leiðtoga Frjálslyndra. Churchill varð reyndar einnig að deila völdum með öðrum á síðasta tímabili sínu. Hver hefur sinn djöful að draga, segir máltækið og svo er vissulega um Cameron, sem aðra. Höfuðandstæðingurinn, Gordon Brown, sat undir ámæli fyrir skapofsa og leiðindi við starfsfólk. Hann skorti glæsi- mennskuna sem einkenndi Tony Blair og nú einkennir bæði Cameron og Clegg. Það kann hins vegar að reynast Cameron íjötur um fót að hinir tveir síðastnefndu eru mjög líkir í útliti. Fólki hættir til að rugla þeim saman eins og tvíburum. Hver er mun- urinn á Cameron og Clegg? Churchill átti ekki við þennan vanda að stríða. Hann var engum líkur. HVAÐ ER UNDIR FÁGUÐU YFIRBORÐINU? Cameron hefur verið gagnrýndur fyrir stefnu- leysi eða jafnvel vingulshátt í einstökum málum. Þar hafa vandræði hans vegna lof- orða um þjóðaratkvæði um Lissabon-sáttmál- ann vakið mesta athygli utanlands. Núna hafa menn lagt það mál til hliðar í bili. Annað er fjármálastefna Camerons almennt. Hann vill fylgja aðhaldsstefnu að hætti flokks síns og gera eitthvað meira en þeir Gordon Brown og Alistair Darling með 178 miljarða punda fjárlagahalla. Cameron er nauðugur einn kostur að ráðast strax í þetta verk. Evrópa er að sligast undan skuldum og Bretar litlu skár staddir en þjóðirnar við Miðjarðar- haf. Niðurskurður er því nauðsyn, segja hagfræðingar, svo Bretar lendi ekki í grískum efnahagsharmleik. En niðurskurður þýðir aukið atvinnuleysi og það er erfitt að boða opinberum starfsmönnum uppsagnir strax á kosningaári. Bretar hafa því enn ekki fengið að bragða á hinum súru meðölum sparnaðar og aðhalds. Til þessa hefur Cameron reynt að gera öllum til geðs og hann ætlar að koma lagi á ríkisfjármálin. Gagnrýnendur innan flokks segja að hann sé að breyta Ihaldsflokknum í „Blue Labour“ sem minni mest á „New Labour“ á tíma Tonys Blair. FÍKFEGUR FEIÐTOGI Gagnrýnin á Cameron beinist því að meintu stefnu- eða staðfestuleysi hans. Engu að síður er hann bjartasta von breskra íhaldsmanna og fyrsta vonarstjarna þeirra eftir að þeir urðu að sjá af völdunum í hendur Tony Blair fyrir 13 árum. Hann náði þó völdunum loks af Verkamannaflokknum þótt tæpt stæði. Það varð langt útlegðartímabil fyrir flokk- inn. Fyrstu tvö kjörtímabil erkióvinarins, Tonys Blair, í embætti náðu íhaldsmenn 42 ský 2-tbl. 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.