Ský - 01.04.2010, Side 44

Ský - 01.04.2010, Side 44
BRETLAND „I Evrópumálum fylgir hann ekki systurflokkunum á meginlandinu, flokkum sem nú eru við völd bæði í Frakklandi og Þýskalandi." aldrei að komast upp fyrir Verkamannaflokk- inn í skoðanakönnunum. 18 ára stjórnarseta hafði gengið nærri flokknum. Ihaldsmenn urðu að gjalda fyrir arfinn eftir Járnfrúna, Margréti Thatcher, þótt færa megi fyrir því rök að munurinn á Blair-isman- um og Thatcher-ismanum sé harla lítill, í það minnsta þegar kemur að lífi og kjörum almennings. En það var ekki fyrr en hinn ungi og spræki David Cameron var kjörinn formaður íhaldsflokksins undir árslok 2005 að íhaldsmenn öðluðust á ný von um að komast til valda. Og þær vonir gengu eftir kosningunum í vor, fyrstu almennu kosning- unum með Cameron í eldlínunni. SAMSTEYPUSTJÓRN Ihaldsmenn höfðu oft um 10 prósenta for- skot á Verkamannaflokkinn í skoðanakönn- unum í vetur. Það er um það bil 40 prósent atkvæða á móti 30 prósentum Verkamanna- flokki til handa. Frjálslyndir voru þarna litlu minni en þó stundum jafnir hinum stóru. Þetta hélst til loka og Ihaldsmenn fengu 37 prósent, Verkamannaflokkur 28 prósent og Frjálslyndir 22 prósent. Núverandi samsteypustjórn styðst því við meirihluta kjósenda, eða 59 prósent, sem er nýtt. Kosningakerfið breska með einmenningskjördæmunum þýðir að ekki þarf stuðning meirihluta kjósenda til að fá meirihluta þingmanna. Því var spáð að enginn næði meirihluta á þingi og því var samstarf við Frjálslynda eina leiðin fyrir Cameron til að koma Brown frá völdum. Cameron sagði reyndar fyrri kosn- ingar að svo lítill munur væri á flokkunum að þar komist vart „sígarettupappír á milli“. Þau orð hafa þótt til merkis um að Cameron sé meiri miðjumaður en fyrirrennarar hans meðal íhaldsleiðtoga. Cameron höfðar til ungs fólks. Það hafa síðustu leiðtogar íhaldsmanna ekki gert. Hann er glæsilegur, geðþekkur og vel máli farinn. Hann hefur kjörþokka. Andstæðing- urinn Gordon Brown er að þessu leyti ólíkur. Þessi munur kom mjög skýrt fram í sjónvarpskappræðum leiðtoganna. Brown virkaði gamall, feitur og þreyttur í slagnum við tvo unga baráttuhana. En hver er hann, maðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra Breta? David Cameron er fæddur árið 9. október árið 1966 og verður því 44 ára á þessu kosn- ingaári. Það er ekki hár aldur fyrir leiðtoga þjóðar. Barack Obama Bandaríkjaforseti verður til dæmis fimmtugur á næsta ári. Cameron er í þessu samhengi aðeins strák- lingur og minna má á að Winston Churchill var kominn yfir áttrætt þegar hann yfirgaf Downingstræti 10 í síðasta sinn. Ungur aldur er bæði kostur og galli. Núna hafa Bretar veðjað á hið unga og fríska og hafnað hinu gamla og stirða. Cameron tók árið 2005 við formennskunni af Michael Howard. Hann var gamll maður og slitinn eftir langa þjónustu í tíð Thatcher og Johns Major. Howard varð formaður 62 ára gamall en fór þrátt fyrir aldur og fyrri störf langt með að fella Tony Blair í kosning- unum 2005. Aðeins skorti herslumuninn. Howard sagði af sér formennsku eftir það og íhaldsmenn kusu Cameron í hans stað. GÓÐ ÆTT OG RÉTT MENNTUN Hinn ungi Cameron hafði raunar verið að- stoðarmaður Howards í innanríkisráðuneyt- inu í tíð Johns Major og innanbúðar í flokknum þá. Þannig voru tengslin við fyrra valdatímabil íhaldsmanna tryggð. Og Camer- on uppfyllir að öllu leyti kröfurnar sem gerðar eru til íhaldsmanns, bæði hvað varðar ætt og menntun. I föðurætt hans eru verðbréfasalar áberandi en einnig oft menn með aðalstitla. Faðir hans og afi voru í verðbréfunum og móðir hans er dóttir baróns. Einn langafa hans fór til Ameríku og varð ríkur á kaupmennsku, flutti heim á ný og byggði sér höll í Skotlandi. Það er hin skoska grein ættarinnar. Annar langafi stundaði stundaði sín viðskipti í Sjanghæ. Þannig á Cameron rætur meðal aðalsmanna og kaupahéðna innanlands og utan. Og ekki brugðust foreldrar hans honum við val á skólum. Þar urðu einkaskólar að sjálfsögðu fyrir valinu. Fyrst Heatherdown- barnaskólinn í Berkshire, rétt vestan Lundúna. Meðal annarra nemenda þar hafa verið prins- arnir Edward og Andrew. Síðan Eaton- menntaskólinn, sem hefur fóstrað marga fræga stjórnmálamenn. REYKTI HASS Litlu mátti þó muna að námið við skólann færi út um þúfur því hinn ungi Cameron var tekinn fyrir að reykja hass. Hann var þó ekki rekinn því hann játaði brot sitt fúslega og hafði ekki reynt að selja öðrum grasið. Hann slapp því með sekt; var settur í stofufangelsi í skólanum og varð að skrifa upp 500 línur af latneskum texta. Þetta lét hann sér að kenn- ingu verða. Cameron hefur þó ítrekað orðið að svara spurningum um meinta misnotkun örvandi efna. Hann hefur svarað og sagt að honum hafi, eins og mörgum öðrum, orðið á í þeim efnum á unglingsárum. Áhuginn beindist í fyrstu að listum og lista- sögu en síðar að stjórnmálum og hagfræði. Cameron lauk prófi frá Eton með ágætum og var tekinn inn í Oxford. Milli menntaskóla og háskóla tók hann sér þó tæplega árshlé frá námi. Þá varð hann fyrst lærlingur á skrif- stofu guðföður síns, skoska íhaldsþingmann- sinsTims Rathbone. Mest af þeim tíma fór í að hlusta á umræður í neðri deild þingsins. Teningunum var kastað. Cameron ætlaði að verða stjórnmálamaður. Og hluta þessa námshlés dvaldi Cameron á skrifstofu skipafélags í Hong Kong. Faðir hans taldi það ráðlegt svo hinn ungi stúdent kynntist atvinnulífinu af eigin raun. 44 ský 2.tbi. 2010

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.