Ský - 01.04.2010, Side 53

Ský - 01.04.2010, Side 53
EKKERT GOS SLÆR GOSINU VIÐ Á FIMMVÖRÐUHÁLSI, ÞÓTT LÍTIÐ HAFI VERIÐ. MAGNAÐ OG MYNDRÆNT GOS. GOSA SÖGUR Fimm ára stóð ég á Kambabrún og sá svartan mökkinn koma úr hafinu. Það var fyrsta gosið sem ég sá, Surtsey að verða til árið 1963. Minnisstætt. Enn minnisstæðari janúarmorgunn þegar ég var fimmtán ára, þegar Heimaeyjargosið byrjaði. Kennsla féll niður. Sá aldrei það gos, en það var ekki fyrr en Hekla gaus fyrir tuttugu árum sem ég sá fyrst alvörueldgos, síðan þau tvö í Gjálp og Grímsvötnum, og smágos í Heklu. En ekkert gos slær gosinu við á Fimmvörðuhálsi, þótt lítið hafi verið. Magnað og myndrænt gos. Fullkomið túristagos, enda telur lögreglan að á fyrstu þremur vikum gossins hafi um 25 þúsund manns lagt land undir fót til að sjá þetta náttúruundur. Og síðan hófst stórgosið í Eyjafjallajökli. Njótið. TEXTI OG MYNDIR: PÁLL STEFÁNSSON

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.