Ský - 01.04.2010, Qupperneq 56

Ský - 01.04.2010, Qupperneq 56
CAREY MULLIGAN Ung bresk leikkona sem spennandi verður að fylgjast með, marg- verðlaunuð fyrir An Education og mun leika Elizu Doolittle í nýrri kvikmyndagerð af My Fair Lady og að öllum líkindum einnig Lisbeth Salander í bandarískri útgáfu af Millennium-þríleiknum. TEXTI: HILMAR KARLSSON Ekki er annað hægt að segja en að síðastliðið ár hafi verið við- burðaríkt í lífi hinnar ungu leikkonu Carey Mulligan. Það hófst með leiksigri hennar í An Education þar sem hún leikur sextán ára stúlku sem fórnar menntun þegar hún kynnist eldri manni sem reynist svo úlfur í sauðargæru. Fyrir leik sinn í An Education fékk hún bresku Baftaverðlaunin og var tilnefnd til Golden Globe og óskarsverðlaun- anna þar sem margir sögðu að hún hefði átt verðlaunin frekar skilið en Sandra Bullock. Gagnrýnendur voru yfirleitt ekki í vafa um 56 ský 2.tbl. 2010 frammistöðu hennar og var hún yfirleitt besta leikkonan á listum þeirra yfir síðasta ár. Aður en kom að stóra stökkinu hafði Mulligan leikið lítil en góð hlutverk í stórmyndunum Brothers og Public Enemy sem einnig voru sýndar á síðasta ári og stóð hún sig vel meðal stórstjarnanna sem skipuðu aðalhlutverkin. Framundan eru svo spennandi tímar hjá Carey Mulligan. I haust verður frumsýnd Wall Street: Money Never Sleeps, framhalds- mynd Olivers Stone, sem beðið er eftir með eftirvæntingu. Leikur hún dóttur hins illræmda fjármálamanns, Gordons Gekko. Átti að frumsýna myndina í apríl en því var frestað til loka september svo hún ætti meiri möguleika þegar kemur að óskarstilnefning- um. Tvennt gerir það að verkum að Carey Mulligan verður líklegast eitt stærsta nafnið á stjörnuhimni kvikmyndanna á næstu árum. Fyrst er að hún mun leika Elizu Doolittle í endurgerð My Fair Lady sem John Madden (Shakespeare in Love, Proof) mun leikstýra en Mulligan hefur einmitt verið líkt við Audrey Flepburn sem lék Elizu Doolittle á sínum tíma. FFepburn fékk ekki að syngja í sinni mynd en Mulligan mun sjálfsagt ekki sætta sig við annað en að fá að syngja sjálf. Þá hefur það nýlega verið í fréttum að Mulligan verður að öllum líkindum valin til að leika Lisbeth Salander í bandarísku útgáfunni af Millennium þríleiknum. Samkvæmt Sunday Times mun hinn þekkti gæðaleikstjóri David Fincher koma til með að leikstýra þríleiknum og hefur hann lýst áhuga á að fá Mulligan til að leika Salander. Þetta er þó ekki alveg ljóst þegar þessar línur eru skrifaðar en Fincher er það stórt nafn í FFoIlywood að hann fær sjálfsagt að ráða hver verður fyrir valinu. Ekki lítill heiður þetta fyrir Carey Mulligan sem er að verða 25 ára. KOM SJÁLFRI SÉRÁ FRAMFÆRI Carey FFannah Mulligan fæddist í London 28. maí 1985, en flutti þriggja ára með fjöl- skykdu sinni til Þýskalands þar sem hún dvaldi í nokkur ár. Þegar Mulligan var átján ára ákvað hún að hætta skólagöngu og gerast leikkona. FFandritshöfundurinn og leikar- inn Julian Fellows hafði haldið fyrirlestur í skólanum hennar og eftir að hafa orðið fyrir sterkum áhrifum setti hún sig í samband við hann og leitaði ráða. Fellows vissi að verið var að leita að ungri og óþekktri leikkonu í nýja kvikmyndaútgáfu af skáldsögu Jane Austin, Pride & Prejudice (Hroki oghleypi- dómar) og setti Mulligan í samband við um- boðsmann og hún fékk hlutverkið. Lék hún eina af Bennet-systrunum, en aðalhlutverkið lék Keira FCnightley. Mulligan viðurkennir að hún hafi einnig sent Kenneth Brannagh bréf og spurt hann ráða en ekki fýlgir sögunni hvort hann hafi svarað henni. Mulligan þótti standa sig vel í Pride & Prejudice og tilboð fylgdu í kjölfarið. Lék hún meðal annars stórt hlutverk í sjónvarps- seríunni Bleak House og í nokkrum þáttum í Waking the Dead seríunni, en báðar þessar sjónvarpsseríur hafa verið sýndar í íslensku sjón- varpi. Ekki nægðu kvikmyndir og sjónvarp Carey Mulligan og 2007 lék hún í Mávinum eftir Anton Tsjekhov á sviði í London og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.