Ský - 01.04.2010, Síða 57
voru mótleikarar hennar Kristin Scott Thomas
og Chiwetel Ejiofor. Fékk Mulligan mjög
góða dóma og var sögð heillandi og ómótstæði-
leg. Uppfærslan var flutt yfir á Broadway 2008
og var Mulligan þá tilnefnd til Drama Desk
verðlaunanna. Meðan á viðkomu hennar
í leikhúsi stóð lék hún í Public Enemy og
þar á eftir í Brothers. Áður hafði hún leikið
eitt aðalhlutverkið í The Greatest þar sem
mótleikarar hennar voru Susan Sarandon og
Pierce Brosnan. Lítið hefur farið fyrir þeirri
kvikmynd og hingað til hefúr hún mestmegnis
verið sýnd á kvikmyndahátíðum.
En það var An Education sem hafði afger-
andi áhrif á feril Carey Mulligan. Oliver
Stone sá myndina og hringdi í hana eftir að
hafa fengið símanúmerið hjá umboðsmanni
hennar og réð hana samdægurs. Mulligan,
sem þá var við tökur á Never Let Me Go,
segist ekki hafa tekið símtalið hátíðlega og
setti á hátalara svo meðleikarar hennar gætu
heyrt símtalið. Ekki hefur hún lagt í að segja
Oliver Stone frá því hversu litla trú hún hafði
á símtali hans. Nokkuð langt er þar til My
Fair Lady og fyrsta kvikmyndin í Millennium
þríleiknum koma fyrir sjónir almennings
en áætlað er að frumsýna þær 2012. Tvær
kvikmyndir með Carey Mulligan líta dagsins
ljós síðar á þessu ári eða snemma á því næsta,
áðurnefndar Wall Street: Money Never Sleeps
og Never LetMe Go, sem gerð er eftir marg-
verðlaunaðri skáldsögu Kazuo Izhiguro, sem
hefur komið út í íslenskri þýðingu. I þeirri
mynd er Mulligan í hlutverki Kathy sem
rifjar upp atburði sem gerðust þegar hún
var í heimavistarskóla. I Never Let Me Go
endurnýjar hún kynni sín við Keiru Knightley,
en nú standa þær jafnfætis og eru báðar í aðal-
hlutverkum.
HREIFST AF MÓTLEIKARA
SÍNUM
Meðal mótleikara Carey Mulligan í Wall
Street 2: Money Never Sleeps er Shia LaBeouf
sem gert hefur garðinn frægan í Transformers
kvikmyndunum auk þess sem hann lék á
móti Harrison Ford í Indiana Jones and the
Kingdom ofthe Crystal Skull og er í dag einn
eftirsóttasti ungi leikarinn í Hollywood. Það
var ást við fyrstu sýn þegar hann og Mulligan
voru kynnt áður en þau hófu leik í myndinni
og hafa þau verið óaðaskiljanleg síðan og eru
farin að búa saman.
Því miður fyrir slúðurblaðamennskuna
þá þykir Carey Mulligan ekki spenanndi
viðfangsefni enda segir hún sjálfa sig varla
þess virði að skrifa um, hún sé mjög venjuleg
stúlka þegar kemur að einkalífinu, segir að
An Education. Carey Muiligan í hlutverkinu
sem gerði hana að kvikmyndatsjörnu.
hún hafi löngum haft gaman af því að fara
á skíði, en er nánast búinn að leggja þá iðju
á hilluna þar sem hún hræðist að brotna og
missa þá dampinn í leiklistinni. Og LeBeouf
segir að þau vilji vera út af fyrir sig og séu
ekki leikarar sem langi til að láta sjá sig á
rauða dreglinum.
Hvað varðar framtíðina þá hefur Mulligan
að eigin sögn alls ekki hafa neinn sérstakan
metnað í að leika eingöngu stór burðarhlut-
verk í kvikmyndum. „Eg hef enga löngun
til að vera með þann þrýsting á bakinu að
það sé ég sem hafi úrslitavald um það hvort
kvikmynd verði vinsæl eða ekki. Ég vil leika
áhugaverðar persónur, hvort sem það er í
kvikmyndum eða á sviði.“ Þessi orð voru
höfð eftir Carey Mulligan áður en það kom
til tals að hún myndi leika Elizu Doolittle í
My fair Lady og Lisbeth Salander í The Girl
with the Dragon Tattoo. Víst er að um mjög
áhugaverðar persónur er að ræða og Carey
Mulligan verður undir þrýstingi þar sem
gæði myndanna og vinsældir þeirra koma
til með að hvíla að stórum hluta á hennar
herðum.“ SKV
Carey Mulligan á röltinu með
kærastanum Shia LaBeouf.
Inception
Leyndarmálum stolið úr heilum fólks
Ekki er júlí sá mánuður sem bíóferðir eru ofarlega á lista almennings enda mitt sumar og
tíminn notaður í annað. Hollywood heldur samt sínu striki og 16. júlí verður heims-
frumsýnd kvikmyndin Inception, sem Christopher Nolan leikstýrir. Það nafn nægir
mörgum til að setja bíóferð ofarlega á listann þótt sumar sé, en Nolan hefur ekki
tekið feilspor á ferli sínum sem hófst með hinni tormeltu en áhugaverðu Memento. Síðan
hefur Nolan m.a. leikstýrt Batman-myndunum tveimur, Batman Begins og The Dark Knight.
Ef eitthvað er að marka umræður um Inception þá sækir hún sitthvað í Memento. Um er að
ræða vísindaskáldsögu og er aðalpersónan Don Cobb (Leonardo DiCaprio), leyniþjónustu-
maður sem er með lið á snærum sínum sem stelur leyndarmálum frá fólki sem er í djúpum
svefni. Sérhæfni liðsins felst í að smeygja sér inn í hugarheim fórnarlambanna og gramsa þar.
Nolan segir kvikmynd sína vera um veröld drauma og innviði mannlegrar hugsunar og er
hefur hann unnið með handritið í meira og minna í níu ár. Meðal kvikmynda sem höfðu áhrif
á hann við gerð handritsins voru The Matrix, Dark City og hans eigin mynd Memento. í
nýlegu viðtali sagði Leonardo DiCaprio að hvorki hann né aðrir sem léku í myndinni vissu
lítið um hvað myndin var meðan á tökum stóð. „Nolan var sá eini sem sem vissi nákvæm-
lega hvað átti að gera og í lok vinnudags áttum við það til ég og fleiri að koma saman og
geta okkur til um hvert framhaldið yrði."
Leonardo Di Caprio er ekki eina kvikmyndastjarnan í myndinni, en meðal meðleikara hans eru
Marion Cotillard, Ellen Page, Ken Watanabe, Tom Berenger, Cillian Murphy og Michael Caine.
2010 2. tbi. ský 57