Jökull


Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 86

Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 86
Little Ice Age advance of Kvískerjajöklar, Öræfajökull, Iceland. var enn jökultota í Múlagljúfri en slitin sundur við gljúfurbrúnina. Flosi segir að jökullinn fremst á Múla hafi enn ekki verið farinn að hopa að ráði um 1930 og styður ljósmyndin sem var tekin frá Zeppelin loftfar- inu þá frásögn. Helgi (1925–2015) og Hálfdán (1927– 2017) Björnssynir sögðu greinarhöfundi (Sn. G.) að í þeirra minni var jökultungan enn í gljúfurbotninum en mikið tekin að þynnast. Þá hafi fólk velt fyrir sér hvort foss leyndist á bak við hana og þegar jökullinn síðan hvarf reyndist svo vera (munnleg frásögn Hálfdáns og Helga Björnssonar, árið 2015). Kvískerjajöklar eru á meðal minnstu skriðjökla sem falla frá Öræfajökli. Þeir svara ört breytingum í loftslagi. Þeir hopuðu töluvert fram yfir miðja 20. öldina en tóku að vaxa í kringum 1980. Á þeim tíma voru gervitunglagögn orðin aðgengileg svo unnt var að fylgjast með jöklabreytingum á hverju ári. Áratug- ina á eftir gengu tungurnar ýmist fram eða hopuðu. Lengst fram munu þeir hafa náð um 1992 en þá var jaðar nyrðri tungunnar meira en 300 m framar en árið 1945 og 100 m neðar. Eftir síðustu aldamót tóku þess- ar jökultungur að hopa ört en nýverið varð vart við að fremstu hlutar þeirra höfðu þykknað eilítið (Joaquin Belart, munnleg heimild 2019). Til þess að áætla flatarmáls- og rúmmálsbreyting- ar Kvískerjajökla voru búin til stafræn yfirborðslíkön (Digital Elevation Model, DEM) af jöklunum í há- marksstöðu á litlu ísöld (LIA) og þau borin saman við nákvæmt yfirborðslíkan af sama svæði frá árinu 2011, sem er gert eftir lidar-flugmæligögnum. Upp- lausnin var 5x5 m/díl og lóðrétt nákvæmni um 0,5 m (Tómas Jóhannesson o.fl, 2013). Efri hluti kortanna var gerður þannig að yfirborðslíkaninu frá 2011 var hliðrað lóðrétt. Við mat á hæðarbreytingum var stuðst við samanburð á hæð við jökulröndina, nú og fyrri ummerki. Hækkað landlíkan heldur sömu lögun yfir- borðsins og á þekktum kortum (1905, 1945, 2011). Sú aðferð hefur áður verið notuð til að endurgera yfirborð fjölda jökla á Suðausturlandi (Snævarr Guðmundsson, Hrafnhildur Hannesdóttir og Helgi Björnsson, 2012; Hrafnhildur Hannesdóttir, 2014; Snævarr Guðmunds- son, Helgi Björnsson og Finnur Pálsson, 2017). Við gerð neðri hluta kortanna (neðan við núverandi jökul- sporð) var stuðst við einfalt ísflæðilíkan (hluti af ESRI ArcGIS hugbúnaði, Pellitero o.fl., 2016). Niðurstöður flatarmálsmælinga benda til þess að Kvískerjajöklar hafi minnkað úr ∼10 km2 frá því að þeir voru í hámarksstöðu á litlu ísöld í 6.4 km2 árið 2011, þ.e. um 37%. Árlegt meðaltalshop telst því um 0.03 km2. Hopið var hins vegar mun hægara á árunum fyrir 1930 en síðar. Á tímabilinu 1880–1930 (50 ár) töpuðu jöklarnir ∼1 km2 að flatarmáli en frá 1930– 2011 (81 ár) 3 km2. Flatarmálsstap á fyrra tímabilinu var <0.012 km2 a−1 að meðaltali en 0.039 km2 a−1 á því síðara. Árið 2011 var ákomusvæðið (m.v. jafn- vægislínu í 1100 m h.y.s.) 1,7 km2 en leysingar- svæði 4,7 km2. Hlutfall ákomusvæðis af heildarflatar- máli var 0.27. Þorvaldur Thoroddsen (1915) taldi að snælína hafi verið í 1020 m hæð við lok 19. aldar. Þá var ákomusvæði 3,5 km2 og 0,35 af heildarflatarmáli. Hefur því safnsvæði á litlu ísöld verið talsvert stærra og afkomulíkur bjartari en nú er. Við áætlum rúmmálsrýrnun frá um 1880 til 2011 nærri 0.43 km3 að vatnsgildi. Það samsvarar að árleg rúmmálsrýrnun væri að meðaltali 0.003 km3 að vatns- gildi og meðaltalsleysing -0.4 m a−1 í vatnsgildi yfir tímabilið 1880–2011. Áætlum við að rúmmálsrýrn- un á fyrra tímabili hafi verið um 0.13 km3 a−1 en 0.3 km3 a−1 á því síðara. Meðaltalsleysing reynd- ist -0.27 m a−1 frá 1880 til 1930 en -0.4 m a−1 frá 1930 til 2011. Til samanburðar reyndist rúmmálsrýrn- un Kotárjökuls, í suðvesturhlíðum Öræfajökuls, vera 0.4 km3 eða 21% yfir tímabilið 1880–2011 (Snævarr Guðmundsson o.fl., 2012). Meðaltalsleysing Breiða- merkurjökuls var 0,58 km3 a−1 að vatnsgildi á tíma- bilinu 1890–2010 eða -0,64 m a−1. Rúmmálsrýrnun reyndist svipuð (Kvískerjajöklar 0.43 km3 en Kotár- jökull 0.4 km3) en flatarmálsrýrnun Kvískerjajökla 1880–2011 er hins vegar 37% en Kotárjökuls um 21% á svo til sama tímabili. Safnsvæði Kotárjökuls er bæði stærra að flatarmáli og nær upp í meiri hæð (nær 1800 m) ásamt því að bera ís úr öskju Öræfajökuls. Safn- svæði Kvískerjajökla er lægra en 1600 m og minna að flatarmáli. Þakkir Kvískerjabræðrum, Flosa, Sigurði, Helga og Hálfdáni Björnssonum, eru þakkaðar margar fróð- legar samræður um efni greinarinnar. Verkefnið var styrkt af Kvískerjasjóði og vinum Vatnajökuls. Við þökkum Tómasi Jóhannessyni og David Evans fyrir yfirlestur og góð ráð. JÖKULL No. 70, 2020 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.