Jökull


Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 153

Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 153
Leó hafði ómetanleg áhrif á samfélag og starf- semi jarðvísindamanna á Íslandi. Hann var einn af fyrstu mönnum hér á landi til að mennta sig í jarð- eðlisfræði og ljúka hæstu prófum í sínu sviði. Hann var því ómetanleg fyrirmynd okkur hinum sem á eft- ir fylgdu. Jarðfræðafélag Íslands var nýstofnað og athygli jarðvísindamanna heimsins hafði beinst að Íslandi vegna legu þess á Atlantshafshryggnum og nýafstaðins Surtseyjargoss. Það var því mikill hugur í mönnum að láta að sér kveða. Nýstofnuð Raun- vísindastofnun Háskólans varð þýðingarmikil mið- stöð grunnrannsókna í jarðvísindum, þar réðst Leó til starfa og naut sín vel. Hann kom upp aðstöðu til að mæla segulmögnun í bergsýnum. Þar vann hann löngum stundum við mælingar og úrvinnslu sýna sem hann hafði safnað í mörgum rannsóknarferðum. Það var ekkert áhlaupaverk að hefja rannsóknir í tilrauna- vísindum á Íslandi á þessum árum. Tækjakostur var nánast ekki til í landinu og fjárveitingar af skornum skammti. Með ótrúlegri seiglu og útsjónarsemi tókst Leó þó að byggja upp góða tilraunastofu til mælinga. Þar reyndi bæði á lagni við tækjasmíði og djúpt innsæi í fræðilegan grunn rannsóknanna. Á Raunvísinda- stofnun var frá upphafi öflugur hópur eðlisfræðinga og tækjamanna sem Leó féll vel inn í og naut góðs af. Forystu í þeim hópi hafði Þorbjörn Sigurgeirsson pró- fessor og áttu þeir Leó góða samvinnu um langt árabil. Á starfsferli sínum átti Leó samvinnu við ótal aðra vísindamenn. Bæði var, að rannsóknirnar kröfð- ust víðtækrar þekkingar á mismunandi sviðum, og svo hitt, að Leó var sérlega góður í samvinnu. Það voru aldrei nein vandræði, verkin voru skipulögð og svo gerði hver sitt. Og Leó stóð við sitt og vel það. Það er sama hvar borið er niður í jarðfræði Íslands, verk Leós koma nánast alltaf við sögu. Hann birti fjölmargar greinar um jarðlagaskipan og upphleðslu basaltstaflans víða á landinu. Rannsóknirnar voru gerðar í samvinnu við jarðfræðinga. Þeir sáu um að rekja einstök hraunlög og merkja þau. Leó kom síðan með borinn sinn og tók sýni, greindi í þeim segul- mögnun og -stefnu. Með aldursgreiningum og sam- anburði við sögu segulsviðs Jarðar mátti síðan ráða í aldur einstakra laga í staflanum. Flestar greinar Leós sem mest er vitnað til eru um þennan þátt rannsókna hans. Þegar Íslendingar áttu í baráttu um efnahagslög- sögu á landgrunninu varð ljóst að miklu skipti að til væri þekking á jarðlagaskipan og dýpri gerð svæðis- ins, þekking sem ekki fæst nema með umfangsmikl- um rannsóknum. Þá var hrundið af stað metnaðar- fullu rannsóknarverkefni þar sem Leó gegndi mikil- vægu hlutverki. Hann sá um segulmælingar sem gerð- ar voru bæði frá rannsóknarskipum og úr flugvélum. En Leó kom víða við í verkum sínum auk vinn- unnar á sínu sérsviði. Hann hafði lifandi áhuga á sögu vísinda á Íslandi og var óþrjótandi þekkingarbrunn- ur á því sviði. Kennsla í eðlis- og jarðeðlisfræði var honum mikið hjartans mál og þar lagði hann gott til málanna, tók þátt í kennslu margra námskeiða við Há- skóla Íslands og var vinsæll kennari. Sérstakt hugðar- efni hans var saga kennslu í eðlisfræði á Íslandi. Um þetta efni safnaði hann bókum og skrifaði greinar. Leó var lengst af sérfræðingur, ráðinn til rann- sókna við Raunvísindastofnun, síðar Jarðvísinda- stofnun Háskólans. Hann tók þó alla tíð virkan þátt í kennslu við Háskólann á sínu sérsviði, jarðeðlis- fræði, rafsegulfræði, og almennri eðlisfræði. Hann þótti afburðakennari og naut mikilla vinsælda. Með samblandi af hnyttni, ríku innsæi og nákvæmni tókst honum að gæða efnið lífi og leiða nemendur í rétta átt. Hann beitti sér fyrir nýjungum í tilraunakennslu. 150 JÖKULL No. 70, 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.