Jökull


Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 107

Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 107
Hrafnhildur Hannesdóttir og fl. 19. mynd. Þórisjökull (t.v.) og Breiðamerkurjökull (t.h.). – Þórisjökull (left) and Breiðamerkurjökull (right). Ljósmyndir/Photographs: Snævarr Guðmundsson, 14. sept 2011 (Þórisjökull) og 13. sept 2014 (Breiðamerk- urjökull). svæði niður í tvo eða fleiri aðskilda skriðjökla svo sem Þórisjökull (19. mynd). Nokkrir jöklar skríða frá að- greindum ákomusvæðum og sameinast í einn farveg eins og Skeiðarárjökull og Breiðamerkurjökull (19. mynd). Slíkir ísstraumar geta haft áhrif hver á annan og verið misvirkir á ólíkum tímabilum. Þeir eru gjarn- an aðgreindir með miðröndum og er Esjufjallarönd gott dæmi um slíkt. Eftirtektarvert er hversu ólíkt Skaftafellsjökull og Svínafellsjökull hafa brugðist við veðurfarsbreytingum frá lokum 19. aldar; Svínafells- jökull lúrir í sinni eigin gröf og hefur hörfað um 800 m, en Skaftafellsjökull hefur hopað um 2,5 km. Hvað varðar tengsl loftslags- og sporðabreytinga þá má hafa í huga að jökulsporðar bregðast ekki sam- stundis við afkomubreytingum. Tíminn sem líður þar til ákveðinn sporður svarar breytingum í afkomu er misjafn eftir eðli breytingarinnar. Hann er t.d. styttri við aukinni sumarbráðnun á leysingarsvæði jökulsins heldur en ef vetrarákoma breytist hátt á ákomusvæði hans. Fyrri breytingin getur skilað sér strax sama ár sem aukin bráðnun sporðsins og hop en merki um seinni breytinguna kemur ekki fram í sporði jökulsins fyrr en hún hefur gengið fram allan jökulinn á nokkr- um árum. Viðbrögð jökla við sambærilegum breyting- um geta einnig verið misjöfn eftir lengd þeirra, bratta og öðrum eðlisþáttum. Svörun jökulsporðs við breyt- ingum flækist svo meira því að það getur tekið ísskrið og stöðu sporðsins mörg ár að ná jafnvægi við tiltekna breytingu í afkomu jökulsins og ræður því svokallaður viðbragðstími jökulsins. Áður en því jafnvægi er náð verða svo oftast frekari breytingar í afkomu því lofts- lag er sjaldnast algerlega stöðugt. Breytingar sporðs- ins hvert ár eru því samsafn af svörun jökulsins við mismunandi afkomubreytingum þess árs og frá fyrri árum. Stóra myndin er þó einföld; sé leysing meiri en ákoma árum saman hopar jökullinn en þegar ákoma er meiri en leysing yfir löng tímabil gengur hann fram. Afkoman ræðst af loftslagi og gefa mælingar á breyt- ingum jökulsporða því vísbendingar um þróun þess. Jafnframt eru jökulgarðar og aðrar vísbendingar um fyrri stöðu jökulsporða mikilvæg gögn um loftslag liðins tíma. Sporðamælingarnar eru merkileg heimild um jöklabreytingar á landinu í hartnær öld. Þær lýsa hörfun, framgangi og í sumum tilvikum framhlaupum stærstu skriðjökla landsins og fjölmargra sem minni eru. Jöklabreytingar á Íslandi síðan 1930 eru skýr viðbrögð við loftslagsbreytingum á þessu tímabili. Í kjölfar hlýinda á fjórða áratug 20. aldar hopuðu flest- ir jöklar hratt. Eftir 1940 dró úr hörfuninni samhliða kólnandi veðurfari og margir jöklar fóru að ganga fram um 1970. Hlýnandi veðurfar eftir miðjan níunda áratuginn leiddi til þess að flestir jöklar fóru að hopa að nýju nokkru fyrir síðustu aldamót og síðustu árin hopa nær allir jökulsporðar (20. mynd). Jöklabreytingar á Íslandi síðan 1930 eru fyrst og fremst afleiðing breytinga í hitafari á þessu tímabili. Sporðamælingarnar sýna ótvírætt samhengi á milli sumarhita og jöklabreytinga, einkum hjá jöklum sem ekki eru framhlaupsjöklar eins og nánar er lýst hér 104 JÖKULL No. 70, 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.