Jökull


Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 106

Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 106
Að fóstra jökul Með skilgreindri miðlínu er hægt að bera sam- an sporðamælingar og jökuljaðra út frá fjarkönnunar- gögnum, kortum og jökulgörðum frá ákveðnum tím- um. Þannig er hægt að lengja sporðamælingaraðirnar aftur í tímann, jafnvel til loka 19. aldar. Afar litlar upplýsingar eru um jöklabreytingar á fyrstu áratugum 20. aldar, eftir að flestir jöklar höfðu náð hámarks- stærð um 1890. Það er fyrst á gervihnattaöld sem fjar- könnunargögn veita upplýsingar á hverju ári. Hnit- settar mælilínur gefa einnig möguleika á að (i) nýta sporðamælingarnar til þess að sannreyna hnitun jök- uljaðra af loft- og gervihnattamyndum og (ii) að nýta fjarkönnunargögn til þess að fylla inn í eyður í sporða- mæliröðunum. Í einhverjum tilfellum hefur þessi að- ferð verið notuð þegar mælingamenn hafa átt erfitt um vik að fara til mælinga eða aðgengi hefur verið erfitt. Helsta hagræðingin af notkun GPS-tækja er minni þörf á að viðhalda föstum merkjum framan við jökul- inn. Það hefur oft verið erfitt vegna þess hversu kvikt landslag framan við jökla er, m.a. vegna vatnagangs, dauðíss eða vatnsósa aurs. Við Sólheimajökul hefur í seinni tíð verið til vandræða að ferðamenn hrófla við jöklamerkjum. Á fjölsóttum stöðum þyrfti að biðja ferðamenn um að raska ekki mælingavörðum. Ekki er alls staðar hægt að mæla jökuljaðarinn með því að ganga meðfram honum með GPS-tæki, t.d. þar sem sporðlón hindra för, jökultungan sprungin eða vegna aurbleytu. Á þeim stöðum verður áfram að notast við punktmælingar eftir skilgreindri mælilínu með öðrum aðferðum, svo sem fjarlægðarkíki. Breytingar á jökulsporðum Breytingar á jökulsporði eru niðurstaðan af fjölmörg- um áhrifaþáttum veðurfars og eðlisþátta jökulsins. Þar leikur veðurfar samt stærsta hlutverkið og þeir þættir sem hafa mest áhrif á afkomu jökla eru geislun, sum- arhiti og vetrarúrkoma. Aðrir þættir en loftslag geta haft veruleg áhrif á afkomu jökla. Þeirra helstir eru (Cuffey og Paterson 2010, Tómas Jóhannesson o.fl. 2020; Guðfinna Aðalgeirsdóttir o.fl. 2020; Dragiosic o.fl. 2016; Guðmundsson o.fl., 2004): 1) lón sem brjóta stór og smá stykki úr jöklinum og auka leysingu. 2) þykk aurkápa á jökulyfirborði getur tafið mjög bráðnun. 3) jarðhiti bræðir jökla neðan frá án afláts. 4) varmamyndun vegna stöðuorku sem losnar við flæði íss og vatns undan halla veldur bráðnun við jök- ulbotninn og inni í jöklinum. 5) eldgos sem brætt geta umtalsverðan hluta jökuls í einu vetfangi. 6) öskulög frá eldgosum ýmist einangra jökulinn svo að bráðnun minnkar ellegar stóreykst ef öskulagið er nógu þunnt, gjarnan innan við 1 mm. 7) ryk sem fellur á jökulinn, einkum á sumrin, eykur leysingu. Að öllu þessu þarf að huga þegar mælingar á jöklabreytingum eru túlkaðar. Skriðjöklar eru oft ein- faldir í sniði með samfellt ákomusvæði og stakan sporð, til dæmis Gljúfurárjökull og Tungnahryggsjök- ull (18. mynd). Stundum skríður ís frá einu ákomu- 18. mynd. Gljúfurárjökull (t.v.) og Tungnahryggsjökull (t.h.). – Gljúfurárjökull (left) and Tungnahryggsjökull (right). Ljósmyndir/Photographs: Oddur Sigurðsson, 6. september 2000. JÖKULL No. 70, 2020 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.