Jökull


Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 108

Jökull - 01.01.2020, Blaðsíða 108
Að fóstra jökul að neðan. Þetta samhengi getur slævst ef aðrir utan- aðkomandi þættir verka á jökulinn, svo sem eldgos, skriðuföll eða jökullón við sporðinn. Langtímabreyt- ingar í úrkomu eru ekki miklar á umræddu tímabili (Crochet 2007; Crochet o.fl., 2007; Hanna o.fl., 2004) og þess vegna ekki við því að búast að áhrif úrkomu- breytinga á jökulafkomu komi fram í sporðamæling- um hér á landi. Við meiriháttar úrkomubreytingar myndi þess gæta í sporðamælingalínuritum. Í kring um 1990 jókst úrkoma í vestur Noregi verulega og olli það framgangi jökla þótt loftslag hlýnaði marktækt á sama tíma (Andreassen o.fl., 2005). 20. mynd. Árlegt hlutfall íslenskra jökla sem gengu fram/hopuðu (eða stóðu í stað) ár hvert 1931 til 2019. Myndin sýnir gögn frá 10–20 jökulsporðum fyrir flest ár. Framhlaupsjöklar eru ekki meðtaldir. – The annual proportion of monitored non-surging Icelandic glacier termini that advanced/retreated (or remained stationary) in the period 1931–2019. The figure is based on data from 10–20 glaciers for most years. Framhlaupsjöklar Framhlaupsjöklar eiga til að „hlaupa fram“ en þá eykst skriðhraði jökulsins tímabundið. Sporðurinn getur þá skriðið fram mörg hundruð metra á nokkr- um mánuðum. Framhlaupsjöklar hreyfast of hægt til þess að hafa undan í snjósöfnun á safnsvæðinu. Framhlaupin geta haft víðtæk áhrif á jökulinn, svo sem á legu ísaskila, ísflæði, rennslisleiðir vatns og lögun jökulsins. Framhlaupsjöklar eru algengir á Íslandi og ná framhlaupsjöklar sem dæmi yfir um 75% af yfirborði Vatnajökuls (Helgi Björnsson o.fl. 2003). Nokkrir jöklar eru samsettir úr nokkrum ís- straumum, t.a.m. Skeiðarárjökull og Breiðamerkur- jökull. Sporðamælingar fara fram á nokkrum stöð- um enda er breidd sporðanna >20 km (Skeiðarárjök- ull) og >16 km (Breiðamerkurjökull). Austasti arm- ur Breiðamerkurjökuls er framhlaupsjökull og einnig hluti Skeiðarárjökuls. Augljóslega hafa framhlaup mikil áhrif á túlkun sporðamælinga því að framhlaupsjöklar geta skrið- ið langt fram jafnvel þótt rúmmál þeirra hafi rýrn- að mikið. Við framhlaup eykst bráðnun verulega vegna þess að flatarmál leysingarsvæðis vex. Breyt- ingar á stöðu framhlaupsjökla ráðast því einkum af því hvenær gangur er í þeim. Loftslagsbreytingar hafa engu að síður nokkur áhrif á langtímabreytingar fram- hlaupsjökla eins og þær birtast í mælingum á stöðu jökulsporða. Breytingar á framhlaupsjöklum er þó mun erfiðara að túlka á grundvelli loftslagssögu en breytingar á öðrum jöklum. Samfelldar sporðamælingar á Íslandi hafa varp- að ljósi á framhlaup margra jökla. Hins vegar eru nokkrir þekktir framhlaupsjöklar sem ekki hafa ver- ið sporðamældir nema yfir stutt tímabil, eins og Eyjabakkajökull (1971–1985) og Brúarjökull (1964– 1988). Framhlaupsjöklar hlaupa fram með mislöngu millibili (Helgi Björnsson o.fl., 2003). Sumir jöklar eru með svo stutta lotu að hún kemur skýrt fram í 90 ára gagnasafni sporðamælinganna, eins og sést í til- felli Múlajökuls (21. mynd). Hins vegar getur lot- an milli framhlaupa verið lengri heldur en tímabil- ið sem sporðamælingar ná yfir. En hægt er að rekja sögu framhlaupa út frá rituðum heimildum og jarð- fræðilegri kortlagningu á þeim ummerkjum sem fram- hlaupsjöklar mynda. Á tímabilinu 1930–1950 var hlýindaskeið og margir jöklar hopuðu. Upp úr miðri 20. öld fór að kólna og margir jöklar gengu fram meðan aðrir stóðu í stað eins og fyrr var nefnt. Ef ummerki kuldaskeiðsins um og eftir 1970 kemur ekki fram í sporðamælinga- JÖKULL No. 70, 2020 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.