Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 231

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 231
íslensk málrækt ætti að felast á næstu misserum til að tryggja stöðu íslensks máls í íslensku samfélagi. Þessi stefnuyfirlýsing tekur bæði til forms tungumálsins og notkunar og notkunarsviðs þess. Sjónarhornið er því nokkuð breitt og á heildina litið má segja að Eiríkur reyni hér að halda sama jafnvægi og birtist annars staðar í bókinni á milli annars vegar varðveislu ákveðinna grunnþátta íslenskunnar og þeirrar tengingar við menningarlega arfleifð okkar sem hún veitir og hins vegar hæfilegs umburðarlyndis gagnvart breytingum og ýmsum aðstæðubundnum blæ- brigðum málsins. Þannig nefnir hann að þótt Íslendingar eigi að vera stoltir af tungu sinni og sýna henni eðlilega umhyggju með því að virða hefðir hennar og vanda sig við notkun hennar megi sú umhyggja ekki snúast upp í þjóðrembu eða óþarfa íhaldssemi sem útiloki nauðsynlega nýsköpun og fjölbreytni. Um leið þurfi að gæta þess að veita ungu fólki hlutdeild í málinu og tryggja að þeir útlend- ingar sem vilja læra það geti gert það án þess að lítið sé gert úr tilburðum þeirra eða sífellt gripið til ensku meðan á þeim lærdómi stendur. Erfitt er að segja annað en að hér birtist á heildina litið hófsöm krafa um að íslensku máli séu sköpuð sem lífvænlegust skilyrði og það verði einungis gert með því að tryggja að allir geti notað málið í öllu daglegu lífi án þess að amast sé við stöku frávikum frá hinum viðurkennda staðli. 3. Nokkur orð um notagildi Alls konar íslenska er ekki síst áhugaverð í samhengi íslenskukennslu, og þá auð - vitað einkum og sér í lagi málfræðikennslu. Nýlegar rannsóknir (Ásgrímur Angan - týsson, Finnur Friðriksson og Sigurður Konráðsson 2018; Hanna Óladóttir 2017) benda til þess að sú kennsla sé rækilega römmuð inn af misjafnlega með vitaðri þörf skólakerfisins til að kenna „rétt“ mál og að það að vera „góður málnotandi“ felist fyrst og síðast í því að hafa góð tök á formlegu ritmáli, sem jafnframt sé undirstaða hins viðurkennda málstaðals. Á sömu spýtu hangir að bæði nemendur og kennarar kalla eftir breiðari nálgun enda efast báðir hóparnir um notagildi þeirrar greiningarvinnu sem myndar uppistöðu málfræðikennslunnar og gengur að verulegu leyti út á að greina rétt frá röngu, og þá sjaldan breytileiki í máli kemur við sögu er það helst til að benda á að losna þurfi við hann. Með bók Eiríks gefst kennurum og nemendum í bæði grunn- og framhalds- skólum, og ekki síður í kennaradeildum háskóla, kjörið tækifæri til að gera um - fjöllun sína og umræður um mál og málfræði fjölþættari en víðast virðist hafa verið raunin hingað til. Hér ættu einkum þættirnir 50 í öðrum meginhluta bók- arinnar að nýtast en sem fyrr segir er í hverjum þeirra tekinn fyrir einn „góð - kunningi málfarslögreglunnar“. Flest atriðin sem fjallað er um í þeim ættu að vera bæði nemendum og kennurum kunnug, þótt sum þeirra kunni að vera hálfgerð forneskja í augum nemenda, enda hafa eflaust margir í þessum hópum mátt sitja undir aðfinnslum og leiðréttingum vegna notkunar á því tilbrigði sem ekki telst rétt hverju sinni. Þessir 50 þættir eru vitaskuld ekki tæmandi úttekt en ættu þó hæglega að geta orðið kveikja að umfjöllun um ýmis önnur atriði, ekki síst atriði sem nemendur þekkja sjálfir úr málfarslegu umhverfi sínu. Mestu skiptir þó sú Ritdómar 231
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.