Úrval - 01.10.1944, Síða 2
Bréf frá lesendum.
I T R löngu og greinargóðu bréfi
frá „Frosta“ birtum vér
eftirfarandi:
„Ræktun skjólgarða" (í 3.
hefti) er verulega athyglisverð
grein — en trúað gæti ég því, að
framkvæmdir þeirrar hugmynd-
ar ætti langt í land hér hjá
okkur, þó tilraunir hafi verið
gjörðar, en það er þó spor í
rétta átt,
„Herflutningaskip" lýsir skýrt
og skrumlaust einum litlum
þætti hemaðarins. Það er ein-
mitt sá hispurslausi frásagn-
arháttur, sem mér finnst hæfa
bezt, ekki síður striðinu en
mörgu öðru. En — það kveður
þá samt heldur við annan tón í
næstu grein „Samkvæmt áætl-
un“. Þar er sýnishorn af gleið-
gosalegu orustuskrumi, svo
maimi getur ósjálfrátt dottið í
hug sú fágun á yfirborði sann-
leikans, sem þykir „skemmtileg
afiestrar".
„Námuvinnsla —“ er stórkost-
leg nýung, sem gaman er að
lesa um. Og hver veit nema hún
eigi í fyllingu tímans erindi til
okkar, þó önnur verkefni verði
líklega nærtækari. En hverri
slíkri stökkbreytingu fylgja
vandamál, eins og t. d. að sjá
fólkinu fyrir jákvæðum við-
fangsefnum, í stað þess strits,
sem úreltist, svo það verði eklri
iðjuleysinu að bráð.
Þegar til alls kemur þykir mér
þetta hefti, að efni til, vera eitt-
hvert það jafnbezta sem komið
hefir út af Úrvali, síðan það
fyrsta, sem mér hingað til þótti
bezt. En málgallar eru á því til
lýta, t. d. „Sulturinn verður
mönnum að bráð“, „að keyra
höfuðið aftur á hnakka", „eng-
inn fríðleikur" (sbr. ingen Skön-
hed), „skólaðar“, „göngutúr" og
eitthvað fleira þess konar. Þessa
og þvílika „eldhúslykla“ þarf
endilega að má af ritinu fram-
vegis. Þegar Bertel Thorvaldsen
var að sýna gesti á vinnustofu
sinni, hvað hann hafði gjört við
styttuna, sem hann var að vinna
að, síðan þeir sáust síðast, varð
gestinum að orði. „En þetta eru
aðeins smámunir!" „Getur ver-
ið,“ svaraði Bertel, „en allt mið-
ar það að fullkomnun, og full-
komnun er engir smámimir."
ÍJIiVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gisli ölafsson. Afgreiðsla og ritstjóm Kirkjustræti 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 8,50
hvert hefti. Utanáskrift tímaritsins er: tírval, pósthólf 365, Reykjavík.
Sent til allra bóksala á landinu, og taka þeir við áskriftum. Einnig
sent gegn póstkröfu til áskrifenda, sem ekki búa i nágrenni bóksala.
CTQEFANDI : STENDÓRSPEENT H.F.