Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 5
FÁNINN
3
þjóðin á inni í hugarsjóði þjóð-
anna víðsvegar um heim, ávísun,
sem greiðist í viðmóti, orðum
og athöfnum, hvar sem íslend-
ingar koma meðal erlendra
þjóða. Ef vér höfum þetta hug-
fast, þá munum vér sjá, að
mikill vandi fylgir þeirri veg-
semd að eiga sér þjóðfána. Fán-
inn er einskonar töfragripur,
sem heldur á lofti því, sem þjóð-
ín hefir gert, hvort sem það er
gott eða illt. Þegar vér gerðum
kröfu til að fá sérstakan þjóð-
fána, þá var það í trausti þess,
að vér Islendingar værum þeir
menn, að vér vildum sjálfir bera
ábyrgð á gerðum vorum gagn-
vart öðrum þjóðum, og þess
vegna með fánanum segja rétt
til nafns vors, ættar og eðlis.
Vér gerðum það í trausti þess,
að vér mundum á komandi tím-
um leggja inn hjáöðrumþjóðum
góðan orðstír, sem fáninn gæti
vakið upp, hvar sem hann
kæmi, og þar með greitt götu
vora í viðskiptum við aðrar
þjóðir. Þetta er þá gildi fánans
gagnvart öðrum þjóðum. En
heima fyrir á hann að vera
tákn, sem minnir oss sífellt á
hlutverk þjóðar vorrar. Hvar
sem hann sést á landi hér, ætti
hann að vekja þá spurningu,
hvort það, sem gerist í landinu
þá stundina, sé þess eðlis, að
vér mundum kjósa að aug-
iýsa það fyrir öllum heimi,
leggja það í orðstírssjóðinn,
sem fáninn er ávísun á. Vér
drögum fána á stöng við
margvísleg tækifæri. Vér gerum
það á hátíðisdögum, til að minna
á þann atburð, sem dagurinn er
helgaður, vér gerum það stund-
um á afmælisdögum merkra
manna, lifandi eða látinna, til
þess að heiðra þá eða láta í ljós
gleði vora yfir því, að þjóðin
hefir notið þeirra, vér gerum
það til að sýna einstökum mönn-
um samúð vora í sorg eða gleði,
til að fagna góðum gestum eða
hvað annað, sem tækifæri er.
En allt af er fáninn einingar-
merki, allt af er hann tákn sam-
lífs og samúðar með börnum
þjóðarinnar, allt af tákn hlut-
tekningar í sameiginlegum gæð-
um. Bær eða sveit eða land, þar
sem hver hönain væri upp á
móti annari, mundi aldrei draga
fána á stöng. Notkun fánans
getur þannig verið einskonar
mælikvarði á þjóðlífið. Því oftar
og því víðar, sem hann í ein-
lægni er dreginn að hún, því
meira er samlífið, samvinnan og
samúðin í landinu, því meiri