Úrval - 01.10.1944, Page 17
LlFGUN DRUKKNAÐRA
15
síðan fram og aftur. Dr. Frank
C. Eve í Hull á Englandi varð
fyrstur til að nota þessa önd-
unaraðferð. Hugmyndina að
henni fékk hann í sjúkravitjun
til tveggja ára stúlkubarns, sem
var að dauða komið af köfnun
vegna slímhryglu í barkanum.
Þegar svo stóð á, var hann
jafnan vanur að hagræða sjúk-
lingunum þannig, að barkinn
vissi niður; slímið flyzt þá
upp í kverkarnar og þaðan er
hægt að. þurrka það í burtu.
Hann fór nú að eins og hann
var vanur, og hryglan hvarf.
En þá uppgötvaði hann nýjan
vanda. Andardráttur barnsins
var ófullkominn vegna þess, að
þindin var biluð; sýnilega eftir-
hreytur taugaveiki, sem bam-
inu var nýlega bötnuð. Honum
var ljóst, að léti hann höfuð
barnsins hanga stöðugt niður,
myndi þrengt að lungunum, og
það gæti orsakað lungnabólgu.
Hann spurði þá foreldra barns-
ins, hvort þau ættu ruggustól.
Stóllinn var til. Dr. Evebjóhvílu
á honum úr samanbrotnum
teppum og batt síðan barnið
niður í hana svo að það gæti
ekki dottið. Hann hugsaði sem
svo: „Hversvegna ekki að reyna
að vagga baminu fram og aftur
nokkrum sinnum svo að þungi
kviðarholslíffæranna þrýsti
þindinni upp og niður likt og
bullu í strokk ?“
Hann útskýrði hugmynd sína
fyrir foreldrunum, og þau
fylgdu fyrirmælum hans.
Rugguhreyfingin létti andar-
drátt barnsins og hálfum öðrum
degi síðar var þindarlömunin
horfin. Litlu stúlkunni batnaði
að fullu og lifir nú góðu lífi.
Dr. Eve minntist skyndilega
þessa atviks, þegar hann heyrði
andmæli Gibbons gegn gildi
venjulegra lífgunaraðferða. Úr
því að ruggustóll gat létt and-
ardrátt litlu stúlkunnar, var þá
ekki hægt að nota sömu aðferð
við menn, sem dregnir vom úr
sjó.
Til að ganga úr skugga um
þetta varð dr. Eve að afla sér
nákvæmrar vitneskju um það,
hvernig dauðann ber að höndum
við drukknun. Hann hafði haft
gran um að ein ástæðan fyrir
því, að Schaefersaðferðin
kom ekki að fullu gagni, var
sú, að þindin lamaðist. Sé allt
með felldu sveiflast þindin líkt
og þanin bumbuhimna. Sé henni
þrýst niður, sveiflast hún óðar
upp aftur. Á þessu byggðist að-
ferð Schaefers, sem hann kom