Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 23
GIFT FYRIR GUÐI
21
Dimm herbergin höfðu slæm
áhrif á Dick og hann varð feg-
inn að koma aftur undir bert
loft, út í sólskínið.
Ellen langaði til að fara í
vatnið, fékk baðföt af systur
Dicks og stakk sér af bryggj-
unni. Þrekin miðaldra kona
átti baðfötin og böndin runnu
af öxlum Ellenar.
Þau Dick borðuðu brauðið á
bryggjunni. Þar var heitt með-
an sólar naut, en loftið varð
skýjað og vindurinn kaldur,
svo Ellen fór að kólna. Hún
gekk inn í húsið tii að fara í
fötin. Dick var kyrr á bryggj-
unni, þangað til hann sá bát
úti á vatninu. Þá tók hann í
flýti og með mestu vandvirkni,
handklæðið, sem Ellen hafði
notað, og pappírinn utan af
brauðinu, svo að engin spor
sæust eftir samát þeirra. Hann
gekk skuggamegin á stígnum
til eldhússins, og kreisti aðra
höndina utan um brauðpappír-
inn. Ellen var komin í fötin;
hún stóð við gluggann og horfði
á bátinn.
„Ég hugsa, að það sé vörð-
urinn,“ sagði Dick. ,,Ég skil
ekki, að nokkur annar geti ver-
ið með bát á vatninu svona
seint“. Hann athugaði bátinn
vandlega og sá, þegar hann
kom nær, að Jack Walsh sat
við stýrið og kona hans á þóft-
unni fyrir framan hann. I
stafni voru tvær manneskjur,
sem Dick þekkti ekki. Jack dró
úr ferð bátsins og renndi hon-
um upp að bryggjunni.
„Hvaða fólk er þetta, Dick?“
sagði Ellen, þegar bátsverjar
voru komnir í land.
Hann svaraði ekki. Hann
lokaði glugganum og dró tjald-
ið fyrir.
„Dick, því gerirðu þetta?“
„Þau mega ekki sjá okkur“.
„Hvers vegna, Dick, hvers
vegna?“ spurði Ellen. Hann dró
tjöldin niður á hinni hlið her-
bergisins og lokaði bakdyrun-
um.
„Dick, hvað ertu að gera?“
Það var koldimmt í herberginu.
„Ef þú heldur, að þú getir fal-
ið mig,“ hrópaði Ellen skyndi-
Iega, „ef þú heldur, að ég vilji
fela mig, þá ertu brjálaður. Ég
vil ekki fela mig. Ég fer ekki að
fela mig í þessu húsi, eins og ég
hafi gert eithvað rangt.Þú getur
kynnt mig. Þú getur sagt þeim,
að við séum gift. Þú hefir
sagt öðru fólki það, ótal
mörgum. Við erum gift,
hvað sem hver segir, fyrir