Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
guðs augum. Það hefir þú alltaf
sagt. Ég vil ekki fela mig. Ég
hefi aldrei gert það hingað til
og ég fer ekki að byrja á því
núna.“
„Þau heyra til þín.“
„Mér er alveg sama, hver
heyrir til mín. Við erum gift
fyrir guðs augum og ég fel mig
ekki. Ég er ekki Ijósfælin. Ef
þú skammast þín svo fyrir mig,
að þú vilt ekki láta vini þína sjá
mig, þá er mér nóg boðið. Ég
fer út og tala við þau, þó að þú
viljir það ekki. Mér er alveg
sama. Ég fel mig hér ekki. Ég
vil. . .“
Hann lyfti handleggnum og
sló hana á hægri kinnina.
Hún riðaði og var nærri fallin.
Hann þreif í handlegg hennar
og neyddi hana inn í dagstofuna,
þar sem líka var kolniðamyrk-
ur. Þegar hún reyndi að hrópa,
tók hann fyrir munninn á henni.
Walshhjónin og gestir þeirra
komu upp stigann frá vatninu
og yfir hallann og tróðu á visn-
uðu laufinu.
„Þið sjáið, hve fallegt útsýni
er hérna hjá þeim,“ sagði Jack.
„Dásamlegt."
„Ég er ekki viss um að þið
getið fengið þennan stað keypt-
an, en það sakar ekki að reyna
það. Esther er að skilja viðDick.
Þið kannist við hana, er það
ekki? Esther Fleming. Dick
fór illa með hana. Þarna er
dagstofan, hún er afar stór.“
„Er allt þetta svæði dag-
stofan?“
„Allt saman. Hann var alltaf
drukkinn. Hann slóst við veit-
ingamenn, bílstjóra og dyra-
verði.“
„Eins og Howre Burke,“
sagði einhver. „Mér þætti gam-
an að sjá húsið að innan. Held-
urðu, að þú getir fengið lykl-
ana?“
„Ég skal reyna það á þriðju-
daginn. Ég ætla að tala við
Charlie og vita, hvort hann veit,
hvað þau ætlast fyrir með hús-
ið.“ Þau gengu niður af hjallan-
um.
Dick heyrði fótatak þeirra á
bryggunni og að vélin var sett í
gang; hann tók höndina frá
munni Ellenar.
„Ég hata þig!“ sagði hún.
„Guð, hvað ég hata þig!“ Hím
féll niður á legubekkinn, eins
og hún væri að falla í ómegin,
en hún þurfti að gráta.