Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 25
Höfundurmn, Marie Beynon Kay, leitast hér við að svara
spumingu, sem varðar alla menn:
Er hœgt að verjast þreytu?
Samandregin grein úr „Science Digest“.
Það yrði langt mál að telja
allt það, sem hver maður
hefir skýra vitund um að veldur
honum þreytu: Tilbreytingar-
laust starf, vinnuharður yfir-
maður, erfið sambúð við sam-
starfsfólkið, óánægja með starf-
ið og árangur þess, enga hvíld
að fá á heimilinu, áhyggjur um
stöðumissi eða kvíði fyrir að
lenda í fjárkröggum o. s. frv.
En allar þessar þreytu orsak-
ir má rekja til einnar frumor-
sakar — áhyggna.
Dulvitaðar eru aðrar þreytu
orsakir, sem ekki yrði minna
mál að telja upp.
Undir niðri langar manninn
alls ekki til að vinna. Hins vegar
vill hann vera þreyttur, svo að
hann geti afsakað mistök sín.
Hann þráir samúð. Honum
finnst fátt um það starf, sem
hann er dæmdur til að gegna.
Hann þjáist af einskonar van-
metakennd. Hann er leiður á
konu sinni og vill vera laus við
að sjá fyrir henni og bömunum.
Hann bælir stöðugt niður hjá
sér tilfinningar, sem honum
væri hollara að gera sér Ijósar.
Og enn má rekja allt þetta til
einnar rneginorsakar — innri
átaka milli ólíkra tilfinninga.
Oft bera menn við þreytu til að
komast hjá óþægindum. Þrek-
miklir menn horfast í augu við
erfiðleikana og stælast til bar-
áttu við þá. Veiklundaðir menn
leitast við að komast hjá þeim.
Sumir gera sér lítið fyrir og
hlaupa að heiman, og láta aldrei
síðan heyra frá sér. Aðrir flýja
á náðir vínnautnar eða deyfi-
lyfja. Enn aðrir leita athvarfs
í vinnu. Þá eru sumir, sem
eru tregir til að viðurkenna —
jafnvel fyrir sjálfum sér — að
þeir séu svo ístöðulausir, að
þeir renni af hólmi, en láta dul-
vitundina véla um fyrir sér með
sársaukakennd, meltingarólagi,
fjarhygli, taugabilun — eða
þreytu.
Rök dulvitundarinnar fyrir
þreytunni geta verið eitthvað á