Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 27
ER HÆGT AÐ VERJAST ÞREYTU ?
25
er þá hægt að komast fyrirþær?
Já, orsakirnar má finna, þótt
ekki sé það auðgert. Venju-
lega þykjumst vér hafa góðar
og gildar ástæður fyrir öllu,
sem vér gerum, — en ef vér
svo aíhugum nánar þessar
ástæður, komumst vér oft að
raim um, að þær eru aðeins
sjálfsblekking. Þær sönnu á-
stæður eru duldar kenndir, for-
dómar, hvatir, sem oft eru
óskynsamlegar, svo vér þorum
ekki að láta þær í ljós, vitandi
það, að þær eru hreinasti
hégómi.
1 skyndi finnum vér oss þá
til rök, sem virðast eðlúeg og
villa heimildir á þeim eigimegu
ástæðum.
Fyigsni þessara hættulegu
hulduafla sálarlífshis eru í
undirvitundinni. Þar leynast
thfinningar, þrár og fordómar,
sem eru í raun réttri undirrót
athafna vorra. Það breytir
engu, að vér vitum ekki af
þeim. Þama eru þær samt þús-
undum saman.
Það er þá sýnt, að vér verð-
um að leita orsaka þreytunnar
í vitundarlífinu — meðvitund-
inni eða dulvitundinni — því að
þreyta kyrsetumanna er fyrst
og fremst af sálfræðilegum toga
spunnin.
Að því er vér viíum bezt, hef-
ir ekkert svín fengið taugabil-
un fyrr en í rnarz 1937. Þá
framkallaði dr. Howard Liddell,
sálsýkisfræðingur við Cornell
háskólann, taugabilun í til-
raunasvíni, sem hét Akkiles.
Tilgangurinn var sá, að finna
öruggari leiðir til að lækna
taugabilun hjá mönnum.
Hvernig fór nú dr. Liddell að
því, að gera Akkiles tauga-
bilaðan? Með því að ofreyna
hann? Með vaneldi? Nei. Með
því að vekja hjá honum leiða.
Hann gerði tilraunirmeðhann
í heilt ár og lagði fyrir hann
hvert viðfangsefnið af öðru.
Hann lét epli ístíunatilhansog
gerði honum smám saman tor-
veldara að ná því, þar til loks
að taugakerfi Akkilesar var í
rústum. Samt var hann stríð-
alinn, átti ailar stundir frjálsar
og naut í rauninni alveg sér-
stakra forréttinda. Það var
leiðinn, sem bugaði hann.
Ef Akkiles hefði vitað, hvað
var verið að gera honum, hefði
hann ekki virt eplið viðlits.
Ef þú, lesari, veizt hvað veld-
ur þér þreytu, getur þú gjört
ráðstafanir til að uppræta hana.