Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 31
ER HÆGT AÐ VERJAST ÞREYTU ?
29
„Engin manneskja þjáist af
ímyndaðri veiki,“ segir dr.
Dubois. En það er sægur af
fólki, sem við nákvæma rann-
sókn reynist ekki haldið af nein-
um vefjaveilum og gæti því
fengið fullgild heilbrigðisvott-
orð handa líftryggingarfélag-
inu, en þjáist þó oft aíla ævi af
kynlegustu truflunum á líffæra-
starfseminni. Vegna ofnæmi
verður það að búa við vanheilsu.
Hér komum vér að kjama
málsins. — Þeirri sönnu upp-
runaiegu, einustu orsök lang-
varandi þreytu: Sjúklegu til-
finningalífi.
Af öllum hinum margþættu
ogflóknu tilfinningum mannsins
er það einhver einstök, eða
samband af fleirum, sem or-
saka þreytuna.
Ef vér stöndum andspænis
óvini, hvort sem sá óvinur er
maður, mannýgt naut eða yfir-
vofandi gjaldþrot, þá eru við-
brögð vor ætíð á sömu lund —
líkamleg.
Lokuðu kirtlarnir senda frá
sér hormóna sína, hjartað slær
örar, lifrin eykur við blóðsykurs-
forða sinn, svitakirtlarnir
örvast, blóðþrýstingurinn hækk-
ar og starfsemi margra innri
Iíffæra hægist, svo hægt sé að
veita meiri orku til hins ytra
vöðvakerfis — í stuttu máli
sagt: líkaminn er búinn undir
skjótar athafnir, bardaga eða
flótta, nákvæmlega eins og
líkami frummannsins var, þeg-
ar Ijón kom í augsýn.
Það er ekki svo mjög skap-
brigði, sem vér þurfum að ótt-
ast, heldur miklu fremur stöð-
ugt nag óljósra tilfinninga.
Leiði, áhyggjur, smávegis skelk-
ur eða geigur á hverjum degi
grafa undan siðferðisþrekinu
og magna þreytu miklu fremur
en stöku skapbrigði.
Þótt þú verðir ærlega reiður
einu sinni í mánuði, þá skalt þú
ekki fá þér það til.En ef gremja
ólgar í þér þrjá daga í viku, þá
ert þú á vegi til glötunar. Vér
mannverur erum svo úr garði
gerðar, að vér eigum að geta
þolað eitt reiðikast, einn
beizkjudag, eina andvökunótt
án þess að bíða tjón af.
Vér höfum mikið þol, mikið
viðnámsþrek og hæfileika til að
rétta við eftir áföll. En vér
stöndumst ekki langvarandi
ásókn meinlegra tilfinninga.
Það er ekkert stórfenglegt við
þreytuna — fyrr en í lokahrun-
inu. Hægt og lævíslega gref-
ur hún undan kröftum vorum