Úrval - 01.10.1944, Page 32
30
TJRVAL
með tilfinningum, sem starfa
líkt og maurar. Hún bugar oss
ekki á viku eða mánuði. Hún
færist yfir oss eins og ellin
hægt og rólega, unz vér vökn-
um upp við það einhver daginn,
að lífsþrótturinn er á þrotum.
Ein af aðaluppsprettum lang-
varandi þreytu er hugarhik,
sem stafar frá sundrungu í
persónuleikanum. Þeir sem
kveljast við að taka ákvarð-
anir, jafnt um smávægileg og
stórvægileg vandamál bera í sér
skaðvænasta eitur þreytunnar.
Vér þekkjum dæmi þessa —
menn, sem skipta daglega um
skoðun í máli, er þeir þurfa að
taka afstöðu til; konu, sem
mörgum sinnum kallar í þjóninn
til að breyta pöntun á matseðl-
inum — og við könnumst við
þær hvatir, sem liggja að baki
þankagangi þessa fólks.
Það er stöðugt þjáð af efa-
semdum, hugarvíli og ótta.
Það getur ekki öðlast mikið
starfsþrek, nema það geti tam-
ið sér festu í ákvörðunum.
William James skipti mönn-
um í tvo flokka — veiklundaða
og þreklundaða. Það er mikill
styrkur að vera þreklundaður.
Þeim, sem eru veiklundaðir, er
veröldin strangur skóli.
Æskilegast er að vera harð-
lundaður gagnvart sjálfum sér,
en viðkvæmur gagnvart öðrum.
Herða sig gegn of mikilli tilfinn-
ingasemi án þess að verða
kaldrifjaður.
Þeir, sem eru viðkvæmir,
finna of mikið til, of oft og
af óþarflega litlu tilefni.þeireru
varnarlaus bráð sálsýkinnar:
áhyggna, ótta, sektarvitundar
þunglyndis og allra lamandi
tilfinninga. Þeir hafa ekki jafn
mikla getu að finna til gleði eins
og sorgar, að finna til með öðr-
um eins og þeir finna til með
sjálfum sér. Jafnvel góðar til-
finningar eru oss óhollar, séu
þær öfgakenndar.
Dr. Dubois segir svo:
,,Hjá öllum þessum sjúkling-
um ber á því, að þeim veitist
örðugt að sætta sig við lífið
eins og það er, að bera hverf-
lyndi hamingjunnar með þolin-
mæði og hugrekki. Sjúklingur-
inn getur verið mjög vel gefinn
að öðru leyti, skarpgreindur og
ýmsum kostum búinn til hjarta
og hugar; en hann skortir það
jafnvægi sálar, sem er nauð-
synlegt í lífsbaráttunni."
Það nafn sem dr. Dubois
gefur þessari vöntun jafnvægis
er andlegt þrekleysi og hann