Úrval - 01.10.1944, Síða 32

Úrval - 01.10.1944, Síða 32
30 TJRVAL með tilfinningum, sem starfa líkt og maurar. Hún bugar oss ekki á viku eða mánuði. Hún færist yfir oss eins og ellin hægt og rólega, unz vér vökn- um upp við það einhver daginn, að lífsþrótturinn er á þrotum. Ein af aðaluppsprettum lang- varandi þreytu er hugarhik, sem stafar frá sundrungu í persónuleikanum. Þeir sem kveljast við að taka ákvarð- anir, jafnt um smávægileg og stórvægileg vandamál bera í sér skaðvænasta eitur þreytunnar. Vér þekkjum dæmi þessa — menn, sem skipta daglega um skoðun í máli, er þeir þurfa að taka afstöðu til; konu, sem mörgum sinnum kallar í þjóninn til að breyta pöntun á matseðl- inum — og við könnumst við þær hvatir, sem liggja að baki þankagangi þessa fólks. Það er stöðugt þjáð af efa- semdum, hugarvíli og ótta. Það getur ekki öðlast mikið starfsþrek, nema það geti tam- ið sér festu í ákvörðunum. William James skipti mönn- um í tvo flokka — veiklundaða og þreklundaða. Það er mikill styrkur að vera þreklundaður. Þeim, sem eru veiklundaðir, er veröldin strangur skóli. Æskilegast er að vera harð- lundaður gagnvart sjálfum sér, en viðkvæmur gagnvart öðrum. Herða sig gegn of mikilli tilfinn- ingasemi án þess að verða kaldrifjaður. Þeir, sem eru viðkvæmir, finna of mikið til, of oft og af óþarflega litlu tilefni.þeireru varnarlaus bráð sálsýkinnar: áhyggna, ótta, sektarvitundar þunglyndis og allra lamandi tilfinninga. Þeir hafa ekki jafn mikla getu að finna til gleði eins og sorgar, að finna til með öðr- um eins og þeir finna til með sjálfum sér. Jafnvel góðar til- finningar eru oss óhollar, séu þær öfgakenndar. Dr. Dubois segir svo: ,,Hjá öllum þessum sjúkling- um ber á því, að þeim veitist örðugt að sætta sig við lífið eins og það er, að bera hverf- lyndi hamingjunnar með þolin- mæði og hugrekki. Sjúklingur- inn getur verið mjög vel gefinn að öðru leyti, skarpgreindur og ýmsum kostum búinn til hjarta og hugar; en hann skortir það jafnvægi sálar, sem er nauð- synlegt í lífsbaráttunni." Það nafn sem dr. Dubois gefur þessari vöntun jafnvægis er andlegt þrekleysi og hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.