Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 33
ER HÆGT AÐ VERJAST ÞREYTU ?
31
lýsir með óhugnanlegri ná-
kvæmni, hvemig það smám
saman grefur undan öllum
persónuleika einstaklingsins,
unz taugaslen eða sálsýki ná
algjörlega tökum á honum, svo
að hann getur vakið í líkama
sínum hvaða sjúkdóma, sem
vera skal — jafnvel lömun eða
blindu.
Allar þessar tilfinningar eiga
upptök sín í meðvitundinni eða
dulvitundinni. Oft kemur það
fyrir, að vér höfum meðvitund
um tilfinningarnar, en ekki um
orsakir þeirra. Það getur jafn-
vel verið um að ræða tilfinninga-
flækju sem teygir rætur sínar til
bernskunnar.
Sálgreinendur telja, að í átta
tilfellum af níu sé athöfnum
vorum stjórnað af óvitundinni.
Þetta vitundarleysi stjómar
starfi líkamans, hugsana- og til-
finningalífinu og er umfram allt
meginuppspretta lífsorkunnar.
Það er í rauninni varasjóður,
sem vér verðum að grípa til, ef
vér eigum að ráða yfir ótæm-
andi lífskrafti.
Dulvitund vor er að mestu
óþekktstærð—en ekki óákvarð-
anleg. Allir ættu að hafa það
mikla þekkingu á henni, að þeir
geti kannað skynsamlega hvatir
sínar, gert sér grein fyrir til-
finningum sínum, krufið sjálfs-
blekkingamar, tortryggt for-
dómana — og þannig náð valdi
yfir háttemi sínu. ,
J^ITHÖFUNDUR nokkur, sem veit nákvæmlega um hvað nú
er barist í heiminum, hefir lýst því yfir að „menn berjist,
meðal annars, fyrir nýjum heimi þar sem fullkominn heiðarleiki
ríki“. Ef þetta er rétt þá er nokkur ástæða til að vera svolítiS
uggandi um framtíðina. Fullkominn heiðarleiki í hrjáðum mann-
heimi er ógurleg tilhugsun.
Jafnvel i einkalífi voru er fullkominn heiðarleiki hættuleg
eigind. Ef það yrði almennt að menn sýndu fullkominn heiðar-
leika í skoðunum sínum mundi lífið verða þrungið illdeilum og
rifrildi. Sérhver ræða á opinberum vettvangi mundi gefa tilefni
til uppþota og óspekta. Blöðin mundu verða lögsótt daglega,
jafnvel fyrir smá fréttaklausur.
Alger heiðarleiki er munaður sem menn geta því aðeins veitt
sér, að allur breyskleiki sé á brott rekinn, og mannkynið sé á
tilverustigi guðanna. — The Scotsman.