Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 35
HUNDAR VlSA BLINDUM VEG
33
óstyrk konunnar hans. Hún
fékk megna óbeit á því, en sagði
ekki neitt.
Vinir hans komu oft til hans
fyrst í stað, en heimsóknir
þeirra urðu strjálli þegar frá
leið. Hann fann það að þeir
höfðu ekki lengur ánægju af að
fara með honum á bókasafnið
til lestrar þar eða í heimsókn til
kunningjanna. Konan hans vann
baki brotnu allan liðlangan
daginn til að hafa ofan af fyrir
þeim. Engin tök voru á því að
fá einhvern til að fylgja honum
úti. Það myndi a. m. k. hafa
kostað 50 dollara á mánuði og
á því höfðu þau ekki efni. Hann
þverneitaði að fara út á götu
og þumlunga sig þar áfram við
staf og vera kominn upp á að-
stoð vegfarenda til að komast
yfir götur. Hann varð því alltaf
þaulsætnari í stól sínum við út-
varpið.
Einn góðan veðurdag komst
hann allur á loft er hann heyrði
að von væri á manni til blindra-
vinafélagsins í bænum, og í
fylgd með honum hundur, sem
væri mesta undraskepna. Mað-
urinn var blindur, að sagt var,
en fór allra sinna ferða, hvar
sem var um landið, með leiðsögn
þessa vel tamda hunds. Hann
ferðaðist í mikilli umferð á göt-
unum, með járnbrautarlestum
og í framandi borgum. Til var
skóli sem vandi slíka hunda á
vísindalegan hátt og þar sem
blint fólk lærði að notfæra sér
fylgd þeirra. Með þessa hunda
til fylgdar urðu blindir menn
færir um að fara allra sinna
ferða án aðstoðar annara
manna.
Þegar svo sá dagur rann upp
að þessi maður kom, þá hlustaði
hann hugfanginn á söguna um
„Augað sjáandi", eins og gest-
urinn sagði hana — söguna um
það hvernig blindir menn
hundruðum saman í Ameríku
hefðu orðið sjálfbjarga menn
með því að nota sér til fylgdar
smalahunda, sem vandir voru í
skóla, sem nokkrir mannvinir
höfðu stofnað í þessu skyni í
Morristown í New Jersey og
nefndu „Augað sjáandi11. Hann
hlustaði á það með athygli er
gesturinn skýrði frá því hvernig
hundarnir þræddu þá leið, sem
eigandinn hafði áður hugsað
sér að halda og hvernig menn
stýrðu hundunurn með orðunum
,,hægri“, „vinstri" og „beint
áfram“, að þeir námu staðar
við gatnamót o. s. frv. Það sem
stjórnandi hundsins varð að