Úrval - 01.10.1944, Side 36
34
tJRVAL
hafa hugfast var það hve mörg-
um húsum þeir hefðu f arið f ram
hjá og í hverja átt hann ætlaði
að fara. Ef hann ruglaðist í
þessu varð hann að spyrjast
fyrir. Hann sá nú fyrir hug-
skotssjónum sínum hundinn
með V-mynduðu stjórnartaum-
ana, sem eigandinn gat stýrt
eftir vild.
Þegar hann heyrði að hægt
væri að komast hvert á land
sem var og hvenær sem var með
leiðsögn hundsins, og um ör-
yggi það sem fylgd þessa trygga
félaga veitti, þá komst hann
allur á loft. Hann tók að bera
upp ýmsar spurningar, er að
þessu lutu. Hvað kostaði nú
þetta? Svarið var að hann gæti
borgað það sem hann væri fær
um að greiða og hvenær sem
hann vildi; sú upphæð yrði að-
eins örlítill hluti af tilkostnaði
sem félagið „Augað sjáandi"
hefði af því að gera hann sjálf-
bjarga. Fæði hundsins myndi
kosta hann hér um bil 5 dollara
á mánuði. Hann myndi verða að
dvelja f jórar vikur í Morristown
til að læra að hafa hundsins not
og svo yrði hundurinn fyrir sitt
leyti að vera þar á þriggja mán-
aða námskeiði. Honum yrði
kennt þar að nema staðar við
vegabrúnir og þrep, þar til hús-
bóndi hans hefði þreifað fyrir
sér með fæti eða staf, að sneiða
fram hjá smá mishæðum og
beygja fyrir torfærur.
Þetta kvöld fyllti hann út
fyrirspurnarblað. Að fáum dög-
um liðnum kom svo kurteislegt
svar við fyrirspurnum hans, þar
sem sagt var að honum myndi
verða gerð nánari skil síöar.
Dagarnir voru lengi að líða.
Honum var það ljóst, að verið
væri að athuga, hvort hunds-
fylgd kæmi honum að gagni og
hvort hann væri þess verður að
honum væri hjálpað. Hann beið
milli vonar og ótta. Hann fór
að hirða meir um útlit sitt. Það
hefði ef til vill einhverja þýð-
ingu.
Þegar hann svo kom í skól-
ann hjá „Auganu sjáandi", þá
furðaði hann sig á því að brauð-
ið, sem honum var borið, var
ekki smurt og ekki bitað niður
fyrir hann. Af átta karlmönn-
um, sem voru í hans bekk, höfðu
aðeins þrír rakað sig sjálfir áð-
ur. Hann sá nú að markmið
kennslunnar var að gera hann
sjálfbjarga í sem flestum efn-
um, svo að hann væri ekki upp
á aðra kominn. En við hverju
var hægt að búast af blindum