Úrval - 01.10.1944, Síða 46
ii
ÚRVAL
um leið og hann hleypir loftinu
úr gúmmípokanum. Þegar aftur
fara að heyrast æðaslög, þá er
enn athugað hve hátt kvika-
silfrið stendur. Segjum að mæl-
irinn sýni þá 80 mm. Þetta
er diastoliskur blóðþrýstingur
eða lágþrýstingur; hann svarar
til þess þrýstings sem er á blóð-
inu, þegar hjartað er í hvíld
milli hjartaslaga. Munurinn á
háþrýstingi og lágþrýstingi
nefnist púlsþrýstingur.
Hár lágþrýstingur getur bent
á að hætta sé á ferðum. Það
bendir til þess að minna blóð
fari út úr hjartahólfunum í
hverju hjartaslagi en vera ber.
Blóðþrýstingurinn er ekki
alltaf hinn sami, og margt sem
hefir áhrif á hann. Líkamleg
og andleg áreynsla, sorgir og
áhyggjur, hræðsla og líkamleg-
ur sársauki hækkar allt blóð-
þrýstinginn. En hann fellur
þegar vér hvílum oss.
Við þriggja klukkustunda
væran svefn fellur blóðþrýst-
ingurinn um 20 millimetra. Þeg-
ar svefninn er rofinn þá veldur
það breytilegum blóðþrýstingi.
Þetta er sennilega orsök þess
að svo margir fá ,,slag“ í svefni.
Ef þú ert miðaldra maður og
hefir 160 mm. blóðþrýsting,
þá er rétt fyrir þig að athuga
málið án þess þó að gerast
kvíðafullur. Angist og kvíði
gera aðeins illt verra — þau
auka blóðþrýstinginn.
Taktu þessum boðum um
aukinn blóðþrýsting aðeins sem
varnaðarorðum um það, að þú
sért „jafngamall og æðar þínar“
og hegðaðu þér eftir því.
Fyrst og fremst verður þú
að íhuga hvers þú þarfnast.
Þarftu að halda sömu lifnaðar-
háttum og hingað til, sama
striti og ef til vill sömu
áreynslu í fimleikum eða ertu
þess albúinn að slaka á klónni.
Er þessi heilsufarsbreyting þess
verð? Þessari spurningu verður
þú sjálfur að svara. Ef þú hall-
ast að því að vinna eins og áð-
ur, þá getur þú átt á hættu að
fá „slag“. Þú hefir fengið að-
vörun og nú skaltu tala um
þetta við lækni þinn, sem ef til
vill hefir þegar tekið sína
ákvörðun um málið.
Hvernig skyldi hann haga
sér í þessu tilfelli?
Hann mun sjálfsagt gera það
sem góðum og gegnum lækni
sæmir — leita fyrst og fremst
að orsökunum að hinum hækk-
andi blóðþrýstingi og taka þær
til meðferðar, án þess að reyna