Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 56
54
ÚRVAL
þeim, sem hverjum manni væri
eðlilegur og meðfæddur. Ég
hrökk við. Ég yrði víst ekki
upp á marga fiska ef þessir
vondu draumar héldu áfram.
í bæklingnum stóð, að ef
menn vildu gefa gaum hinni
óeðlilegu þreytutilfinningu
hjá sér, þá myndu þeir komast
að raun um að hún færi sívax-
andi. Ég komst að þeirri niður-
stöðu að hjá mér færi hún hrað-
vaxandi.
Frá því var einnig sagt að
mönnum væri gjarnt til að fá
reiðiköst. Það kom og fyrir, að
stundum, þegar ég var að reyna
að ýta hesti mínum á brokk,
þá varð ég svo æstur, að ég
var að því kominn að reka hæl-
ana í síðurnar á honum af öllu
afli. Þá datt mér alt í einu í
hug af hverju þetta stafaði;
þetta var sjúkdómseinkenni,
og ég fylltist enn ótta.
Ég var á þeim aldri sem
drengir eru dulir í skapi og
þótt þeir þjáist mikið, þá vilja
þeir um fram allt ekki láta
nokkurn vita að þeir lifi lífi
fordæmdra. Ég leit til föður
míns og óskaði þess að ég gæti
spurt hann ráða. en það hefði
ég ekki gert, þótt ég hefði átt
líf mitt að leysa.
En alltaf var ég að missa
manndóminn.
Bókin sagði að bólur í and-
liti væri öruggt hnignunar-
merki. 1 hvert sinn er ég leit í
spegil sá ég grúa af þessum
bannsettum bólum.
1 niðurlagi bæklingsins var
svo frá því sagt hvernig menn
gætu náð aftur fullum mann-
dómskrafti. Ég hafði einnig
lesið þetta niðurlag, en sá
hængur var á, að það kostaði
5 dali að endurheimta rnann-
dóminn. Þetta mátti verða með
því að senda útgáfufélaginu
peningana og fá leiðbeiningar
um lækninguna. Mér kom
aldrei til hugar annað en að
þetta væri rétt, því að í fyrsta
lagi stóð þetta á prenti og
svo voru þar líka nöfn og heim-
ilisföng heillar tylftar ungra
manna, sem bjargað hafði verið
frá örlögum sem verri voru en
sjálfur dauðinn!
Ég óskaði þess af öllu hjarta
að ég gæti sent þessa fjárhæð
og fengið bót á meini mínu,
en á því voru engin tök, því
ég hafði ekki peninga á reiðum
höndum og bæði ég föður minn
um þá, myndi hann fara að
spyrja mig spjörunum úr.
En peningana varð ég að fá,