Úrval - 01.10.1944, Síða 57
MANNDÓMUR ÆSKUNNAR
55
því að nú tók ég að þjást af því,
sem í bókinni var talið hæsta
stigið: Missir matarlystar og
þverrandi andlegur kraftur. Ég
fann það glöggt að í skólanum
las ég hvergi nærri eins vel upp
og áður.
Það er mála sannast að eng-
inn veit hvað hann getur gert
fyr en hann má til. Ég vildi fá
þessa peninga á einhvern hátt.
Ég átti tvo dali. Það sem á
vantaði var'ð ég að fá.
Nágranni okkar rak upp stór
augu, þegar ég kom labbandi
til hans út á akur og spurði
hann, hvort ég gæti hjálpað
honum við uppskeruna. Þessi
risavaxni, hláturmildi, og geð-
góði vinur minn sagði að það
gæti ég vissulega.
En er ég sagði honum að ég
þyrfti að fá borgun fyrir hjálp-
ina, þá dróg heldur niður í
honum.
Nóg var að gera heima, en
enginn leið var að fá borgun
fyrir þá vinnu.
Nábúi minn horfði á mig um
hríð og sagði svo að ég gæti
fengið vinnu hjá sér á laugar-
dögum.
Það varð úr að ég fór í vinn-
una. Við skröfuðum og hlógum
og skemmtum okkur ágætlega.
Allt í einu mintist ég missis
manndóms míns ogþaðkomyfir
mig þreytu- og magnleysis til-
finning. Ég gat naumast bisað
kornstöng upp á borðið. En
Newt nábúi minn var svo góð-
ur félagi að ég gleymdi brátt
raunum mínum og þá gekk allt
eins og í sögu.
Eftir hálfan mánuð hafði ég
svo mikið fé, að ég gat sent
með póstinum nægilega pen-
inga, á þann hátt, sem lagt var
fyrir í bæklingnum.
Skömmu síðar fékk ég frá
póstofunni tilkynningu um að
ég ætti þar böggul. Og þar var
líka böggullinn vafinn í um-
búðapappír, bundið uta.n um
með selgarni og lakkað yfir
hnútinn.
Ég tók umbúðirnar af böggl-
inum á heimleiðinni; innan í
honum var askja tæplega lófa-
stór. Þegar ég opnaði hana sá
ég að í henni voru 3 hólf fóðruð
með bómull. I hverju hólfi fyrir
sig var einnig miði, sem á var
ritað: „Taktu eina pillu af þess-
um lit fyrsta daginn.“ „Taktu
eina pillu af þessum lit annan
daginn,“ og „Taktu eina pillu
af þessum lit þriðja daginn.11
Síðan stóð í sérstakri línu:
„Byrjaðu svo aftur á pillunum