Úrval - 01.10.1944, Page 58
ÚRVAL
56
sem þú tókst fyrsta daginn og
svo koll af kolli.“
í öskjunni lá ennfremur blað
þar sem á stóð, að í fyrstu
myndi maður ekki finna neina
breytingu á líðan sinni við
töku pillanna, en smátt og
smátt myndi líðanin batna og
loks myndi hann verða albata
og ná fullum manndómskrafti.
Ég horfði á pillurnar með
hinu mestu trúnaðartrausti.
Þær myndu sjálfsagt bæta mig.
Ég ætlaði að taka pillur á
hverju kveldi. Forskriftin var
greinileg. I fyrstu fann ég enga
breytingu, eins og líka skrifað
stóð. En svo fanst mér ég finna
breytingu til bóta — svo ein-
læg og innileg var trú mín á
meðalinu.
Pillurnar voru auðvitað
gagnslausar með öllu. Þær
höfðu aðeins losað mig við
þau óþægindi, sem orsökuðust
af lestri bæklingsins. En bækl-
ingnum var einmitt dreift út
af manninum sem seldi pillurn-
ar og bæklingurinn hafði náð
tilgangi sínum, komið mér og
mörgum öðrum drengjum til
að líta á eðlileg starfsfyrir-
brigði líkamans sem byrjun á
hættulegum sjúkdómi.
• • •
JpRAMBJÓÐANDI rétti ungum dreng' prentaða stefnuskrá
sína. Drengurinn mælti: ,,Ég er of ungur til þess að hafa
atkvæðisrétt." Prambjóðandinn var fljótur til svars: „Gerir
ekkert til. Þú verður búinn að fá kosningarrétt áður en ég
hætti að bjóða mig fram.“
V
J>AÐ var einhverntíma í afspyrnuroki í New York, að menn
heyrðu hrópað ákaflega: „Hitler! Hitler!“ Fólk þyrptist út
á götuna til þess að sjá hvað um væri að vera. Rödd hrópandans
kom frá sölumanni, sem ók kerru fullri af eplum. Lögreglumaður
vék sér að honum og spurði hvers vegna hann væri að hrópa á
Hitler. „Ef ég hrópaði: epli, eins og ég er vanur að gera, hver
heldurðu að kæmi þá út á götuna í þessu veðri?"