Úrval - 01.10.1944, Side 59
Bergmálsmœlirinn.
Grein úr „Business Week.“
J)AÐ getur komið fyrir að
tæki, sem búið er til í hern-
aðarþarfir á stríðstímum, svifti
menn á friðartímum atvinnu,
sem feður þeirra og afar hafa
stundað. Svona er þessu variö
með starf það, sem þeir menn
höfðu, sem fengust við að
rannsaka og leita að fisktorf-
um fyrir fiskiflotann, sern svo
eftir bendingum þessara manna
lagði nætur sínar eða net.
Eins og kunnugt er, þá eru
stundum mílna langar fisk-
torfur fram með ströndum
Bandaríkjanna. Til þess að
hafa gát á göngum þessum og
miða þær, hefir þar til skamms
tíma verið höfð sú aðferð, að
hafa menn á verði í svonefndu
„krákuhreiðri“ eða tunnu í
siglutrjám fiskiskipa, bæði
daga og nætur.
Á daginn má sjá dökkleitar
makríltorfurnar mjakast áfram
á yfirborði sjávar og þótt
þær þurfi að leita fæðunn-
ar nokkru dýpra, þá getur
skarpskygn varðmaður samt
komið auga á þær sem rauð-
leita hellu, er hreyfist til niðri
í djúpinu. Stórar torfur mynda
smábárur en hinar minni gára
aðeins yfirborðið.
En í glaðasólskini er mjög
erfitt eða með öllu ómögulegt,
jafnvel fyrir þaulæfða varð-
menn, að koma auga á fisk-
inn.
Af þessum sökum hafa fiski-
menn mjög mikinn áhuga á
því sem skrifað hefir verið um
hina nýju aðferð, að finna með
bergmálsmæli hvar fisktorf-
urnar eru í djúpinu. En til
skamms tíma hefir þetta verk-
færi aðeins verið notað sem
dýptarmælir, jafnt af fiski-
skútum sem öðrum skipum.
Bergmálsmælirinn var fyrst
notaður í siglingum fyrir svo
sem 20 árum. f rauninni er
þetta verkfæri ætlað til þess að
mæla sjávardýpi, með því að
það sýnir hve hljóðið er lengi
að berast frá skipinu niður á