Úrval - 01.10.1944, Side 66
64
ÚRVAL
skemmdarverk í Norður-íriandi
til Eire.
Ráðherra einn í stjórn De
Valera tjáði mér, að rösklega
200.000 Suður-írar berðust á
vígvöllum í hersveitum Breta,
og að sex þeirra hefðu verið
sæmdir Victoríu-krossinum. Ég
benti honum á, að f jöldi brezkra
sjómanna hefði farizt vegna
þess að vér hefðum ekki getað
haft not af írskum höfnum, og
að fjöldi dýrmætra skipsfarma
hefði týnst í ofsaveðrum vegna
þess að skipin hefðu orðið að
fara norður-leiðina. ,,Ef við
hefðum leyft ykkur hafnirnar,
þá hefði hér orðið innanlands-
styrjöld", svaraði hann.
Er við sátum að hádegis-
verði, voru samræður enn mjög
hispurslausar, og við mælt-
umst til þess við stjórnmála-
mennina, að þeir segðu okkur,
hver hagur Eire hefði að því
orðið að vera hlutlaust land.
„Borgir okkar hafa sloppið
við loftárásir og við höfum
ekki þurft að kosta neinu til
landvarnanna“, var eitt svarið.
„London var óvarin borg,
þegar við fórum í styrjöldina11,
varð Sir Ernest að orði.
Að hádegisverði loknum,
sagði einn stjórnmálamann-
anna þetta, allt í einni setningu:
„Við höfum rétt til að vera
hlutlausir; við erum hlutlausir;
ég hefi trú á hlutleysinu og ég
vildi að Guð gæfi, að Þjóðverjar
réðust á okkur, svo að endi
yrði bundinn á þetta helvíska
ástand“.
Ég hygg að hér sé einmitt
lýst þeirri skoðun, sem á bak
við býr hjá írlendingum. Þetta
er ekki hin opinbera skoðun,
og ekki er mér kunnugt um,
hvort þetta er sjónarmið kirkj-
unnar, — þetta er engu að
síður hið raunverulega sjónar-
mið íra.
Við ókum til sveitaheimilis
Mr. Cosgraves, en viku áður
hafði verið tilkynnt, að hann
hefði sagt af sér formennsku
flokks síns. Hann sýndi okkur
hina mestu velvild og gestrisni.
Á meðan á „óeirðunum“ stóð,
hafði hann farið huldu höfði,
og hafði þá verið heitið fé til
höfuðs honum. Hann virtist
ekki hafa trú á því, að það
myndi nægja, af Englands
hálfu, að það samþykkti að
stofnað yrði sjálfstætt ríki í
Suður-írlandi og Ulster yrði
samtímis veitt stjórnmálalegt
sjálfstæði. En væri þetta sam-
þykkt, áleit hann að komandi