Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 67
HIN IRSKU SJÓNARMIÐ
65
landstjórnir myndu fallast á
það, smám saman.
Loks fannst mér ég vera að
komast að einhverri niðurstöðu.
„Þá haldið þér, að afstaða De
Valera til styrjaldarinnar sé
röng?“
„Sjáið þér til ungi maður,“
sagði hinn frægi, smávaxni
maður. „Við Dev (De Valera)
og ég erum ekki að eyða tíma
1 það, að skiptast á heimsókn-
um, og ég held, að hann hafi
á röngu að standa um f jandans
margt, en þó hefði ég farið
eins að og hann.“
Ég hélt, að ég væri að verða
eitthvað ruglaður. Ég gerði þó
seinustu tilraunina og skellti
á hann hinni gömlu spurningu:
„Hvaða hagnað hefir íriand
tryggt sér með hlutleysinu?“
Nú glaðnaði yfir honum:
„Hefir það kannske ekki sann-
ast, hversu ákaflega þægilegt
það er að vera í tengslum við
brezka heimsveldið, en vera
þó hlutlaust land, þegar öll
önnur veldi eiga í styrjöld?“
Ég gafst upp og kvaddi
hann.
Á járnbrautarstöðinni keypt-
um við kvöldblað. Landvarna-
ráðherra Irlands hafði verið að
sæma hermenn úr írska hern-
um heiðursmerkjum fyrir
dygga þjónustu við loftvarn-
irnar.
„Engu öðru, en hugrekki yð-
ar og óbrigðulli skyldutilfinn-
ingu,“ hafði hann sagt, „er
það að þakka að Irland hefir
staðizt erfiðleikana, þessi fjög-
ur styrjaldarár. Þér munuð
verða varðmenn írlands í fram-
tíðinni, eins og þér hafið ver-
ið það til þessa.“
Við klifruðum upp í vagninn
okkar. „Við skulum ekkert fara
um sinn,“ sagði Sir Ernest.
„Það er ekki trútt um, að ég sé
með snert af höfuðverk.“
Við komum aftur til myrkv-
aðrar Belfast-borgar um 10-
leytið að kvöldi. Morguninn
eftir fórum við að hitta Mr.
Lowry, skrifstofustjóra innan-
ríkismála-ráðherra. Hann sýndi
okkur Ijósmyndir af hergagna-
búrum, sem lögreglan í Belfast
hafði tekið af I. R. A. mönnurn.
Allar gerðir skotvopna og
sprengna, — með þessurn vopn-
um hefði mátt stofna til miðl-
ungsstyrjaldar. Þessir örvita
menn felast undir gerfi heið-
virðra borgara, varðir lygum
hvers annars og bíða síns tæki-
færis. Margir þeirra er synir