Úrval - 01.10.1944, Side 70
1 þessari grein, sem birtist í Vísi í vor,
tekur blaöamaður til máls um —
Málspjöll og blótsyrði.
Eftir Bjarna Guðmundsson.
(„Scrutator").
IVAÉR finnst það í frásögur
færandi að í gær heyrði
ég mann segja veskú. Ég segi
frá þessu af því að það er svo
langt síðan ég hef heyrt þetta
orð, sem rauar er þrjú orð á
dönsku, vœr saa god. Þegar ég
var að alast upp hér í bænum,
var þetta orðatiltæki mikið
notað, ásamt orðum eins og
kokkhús, verelsi, bakkelsi,
vaskahús og fleiri undarleg-
heitum, sem tæplega myndu
skiljast nú. Þetta kemur mér
til að álykta að mál manna sé
ekki eins dönskuskotið nú og
áður var, en enskan hefir ekki
náð sömu tökum á fólki, hvað
slettur snertir, og danskan
hafði áður.
Þó er ekki því að fagna að
málfar manna hafi batnað.
Menn nota • að vísu íslenzkari
orð og minna af tökuorðum, en
orðavalið eitt skapar ekki
vandað mál. Nú er málfarið
tekið að spillast af kærulausum
framburði. Unglingar virðast
keppast hver við annan að tala
þvöglulega og óskýrt. Það er
vaxandi tilhneiging til að bera
alla hljóðstafi fram sem svip-
aðast, og verður úr því eitthvert
máttlaust og sviplaust blendi-
hljóð, ekki ósvipað a-hljóðinu i
óákveðna greininum enska.
Það er sagt að nóg sé að gæta
hljóðstafanna, og samhljóðarn-
ir muni koma af sjálfum sér.
Hvað sem því líður, fá sam-
hljóðarnir engu betri meðferð.
Tilhneiging Reykvíkinga til að
bera k og t fram eins og g og d
er að komast í algleyming —
og það víða á landinu. Stundum
verður þetta óskiljanlegt
hrognamál, sem ósjaldan er
kryddað máttlausum blótsyrð-
um og líkist helzt hinu ófagra
máli dokkulýðsins í erlendum
hafnarborgum. Þessu fylgir
ógeðslegur flár hlátur í tíma og
ótíma, samfara upphrópunum
eins og e og ö (eða millihljóð-