Úrval - 01.10.1944, Page 71

Úrval - 01.10.1944, Page 71
MÁLSPJÖLL OG BLÓTSYRÐI 69 um), sem ekki virðast merkja neitt sérstakt. Þegar svo við bætist að talað er með fullan munn af tyggigúm, verða fas og framkoma næsta ótútleg. Enginn taki orð mín svo, að ég telji blótsyrði út af fyrir sig algerlega fordaimanleg. Það sem gremjulegast er við vax- andi formælingar er að með þeim er ekkert meint. Ungling- ur sem segir: „Helvítis djöfull var myndin svalcalega spenn- andi maöur,“ á ekki við annað en það að myndin hafi' verið mjög skemmtileg. Með blóts- yrðum hefir hann ekki gert annað en að slæva merkingu orða, sem nauðsynleg kunna að reynast með þeirri merkingu, sem þeim er eðlileg. Árangur- inn er ekki annar en sá, að þegar grípa þarf til hins rétta orðs, þá er það orðið gatslitið og meiningarlaust. Þetta eru miklu verri málspjöll en að sletta útlendum orðum. Sá sem notar sterk orð í tíma og ótíma slítur og eyðir biti þeirra, svo að þau verða máttlaus, þegar til á að taka. í erlendum málum þekkist þessi saga betur en í íslenzku. Þar hafa helvíti, djöf- ull og andskoti orðið að mein- lausum húsdýrum, og þurft hefir að grípa til miklu hrylli- legri orða til þess að láta raun- verulega formælingu í ljós. Smám saman hafa slík orð, hvort sem það hafa verið klám- yrði eða heiti guðlegrar þrenn- ingar, einnig orðið lúin og slitin af ofsalegri notkun. Það er því full ástæða til að vara ein- dregið við skefjalausri notkun blótsyrða, ekki einungis vegna þess skrílstimpils, sem hún setur á þann sem talar, heldur eigi síður vegna hins, að blóts- yrði ætti aldreið að nota, nema þegar þeim fylgir full meining. En þá á að segja þau skýrt og skorinort, en ekki að vöðla þeim saman við tyggigúm eða hræra þeim í vemmilega mein- ingarleysu og hugsanagraut. gÖLSÝNISMANNINUM líður illa, þegar honum líður vel, af ótta við að honum muni líða ver, þegar honum líði betur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.