Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 77
MeS góðu uppeldi og leiðbeiningum geta einfeldningar
fyllilega séð sér farborða.
Einfeldningar eru ekki hœttulegir.
Grein úr ameríska læknatímaritinu „Hygeia“,
eftir Daniel H. Harris.
VI er ekki ósjaldan halaið
fram af unggæðislegum
félagsmálagösprurum eða góð-
viljuðum blaðamönnum, að ein-
feldningar þjóðfélagsins tímgist
svo ört, að hætta stafi af. Það
er óspart látið klingja að menn-
ingunni sé hætta búin, og sið-
fágunöllveriðþurrkuð út,vegna
hinnar miklu frjósemi andlega
vanþroska fólksins, séu ekki
reistar neinar skorður við henni,
þar sem aðeins komi tæplega
eitt barn á hverhjónhjáfullvita
fólki. Þess vegna verði að gera
þetta lítilsgilda fólk ófrjótt til
þess að vernda kynstofninn.
Ef vér virðum fyrir oss heim-
inn eins og hann lítur út nú sem
stendur þá er það augljóst að
hin mesta hætta er á, að öll
menning vor hrinji í rúst, og
öll siðfágun vor verði þurrkuð
út, að við nú ekki tölum um
mannkynið sjálft. Og það er
jafnaugljóst að sú hætta stafar
ekki af fáráðshætti hins lítil-
siglda fólks, heldur af hatri,
ágirnd og valdagræðgi manna,
sem eru ekki aðeins sæmilega
gefnir, heldur jafnvel ágætum
gáfum gæddir.
Hið lítilsiglda fólk er venju-
lega alls ekki hættulegt. Það er
að vísu ekki gáfað, það skortir
andlegan kraft. Andlegir kraft-
ar mannsins eru að sumu leyti
sambærilegir við hestöflin í
saklausan, er ranglega hefir
verið „gefið barn,“ og sakfellt
annan, er ekki hefir viljað
gangast við afkvæmi sínu.
í framtíðinni má vel vera, að
þeirri hættu, sem mannkyninu
getur stafað af árekstri blóð-
kornana, verði útrýmt. Menn
byggja það traust á vísindun-
um, að þeim muni takast að
leysa Rh vandamálið á sama
hátt og þeim hefir tekizt að
losa mannfólkið við marga
aðra og minni kvilla.