Úrval - 01.10.1944, Side 79
EINFELDNINGAR ERU EKKI HÆTTULEGIR
77
Næstir í flokki eru fávitar, þeir
geta að vísu gætt sin fyrir
hættum, sem á vegi þeirra
verða, en eru með öllu ófærir
um að annast sinn hag eða að
vinna sér fyrir daglegu brauði,
jafnvel undir annara stjórn.
Vitsmunir þeirra eru ámóta og
þriggja til sjö ára barna. Fábján-
ar og fávitar eru fremur sjald-
gæfir. Það má venjulega þekkja
þá frá öðru fólki á útliti þeirra,
og þeir eru í flestum menning-
arlöndum snemma einangraðir
í sérstökum stofnunum.
Allur fjöldinn af hinu and-
lega vanþroska fólki er fær um
að sjá um sig og hafa ofan af
fyrir sér, með einhverju eftir-
liti, þótt ekki sé þetta fólk
fært um að keppa við fullvita
menn. Slíka menn mætti kalla
fáráðlinga eða einfeldninga.
Þeir komast aldrei á hærra
andlegt þroskastig en átta til
tólf ára barn. Án tillits til
sálarlegs vanþroska þessa fólks,
þá er það að útliti eins og fólk
er flest. Við sjáum það svo að
segja daglega án þess að veita
því eft'rtekt. Það er ekkert í
útliti þessara manna, göngu-
lagi eða hegðun, sem vekur sér-
staka athygli. Þeir tala um dag-
inn og veginn eins og aðrir
menn meðan samræðan verð-
ur ekki allt of flókin. Af
svona fólki eru eitthvað frá 2
til 5 milljónir hér í Bandaríkj-
unum og hlutfallslega jafn-
margir í öllum öðrum löndum;
það kemst sæmilega áfram í
lífinu á meðan lífsskilyrðin
verða ekki allt of margbrotin.
Þessir menn geta lært að lesa
og dálítið að skrifa, þótt þeir
komizt aldrei langt á mennta-
brautinni. Þeir geta annast og
unnið að einföldum, nytsömum
störfum. Þeir ganga í hjóna-
band og eignast afkvæmi. Megi
þeir vera óáreittir, þá eru þeir
venjulega meinlausir, hæglátir
og löghlýðnir borgarar — oft
og einatt eru þeir meira að
segja löghlýðnari enaðrirmenn,
vegna þess að þeir una venju-
lega betur einföldum og óbrotn-
um lifnaðarháttum en annað
fólk.
En þeir komast oft í krögg-
ur. Af því að þeir eru ekki
greindir þá eru þeir leiðitamir.
Fái þeir í æsku sæmilegt upp-
eldi og leiðsögn, og ef þeir
seinna á lífsleiðinni þurfa ekki
að glíma við ný og vandasöm
viðfangsefni, þá er allt í
lagi. En fái þeir ekki upp-
eldi við sitt hæfi, og séu