Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 81
EINFELDNINGAR ERU EKKI HÆTTULEGIR
78
á unglingsaldri eða síðar á
æfinni eins og t. a. m. höfuð-
meiðslum, sjúkdómum, óreglu
á starfi ýmissa kirtla, eða af
fæðuskorti eða óhollri fæðu.
Þessar orsakir hafa engin áhrif
á kynkirtlana, og þeir sem fyrir
þessum áföllum verða ættu að
geta eignast heilbrigð afkvæmi,
þótt sjálfir séu þeir andlegir
aumingjar, alveg eins og mað-
ur, sem misst hefir annan fót-
inn eignast tvífætta afkomend-
ur.
Rifjum nú upp í huga okkar
allt það sem einfeldningarnir
geta gert og hverju þeir komast
fram úr, að sínu leyti alveg
eins og bifreið með einn
strokk getur komist leiðar
sinnar, þegar vegurinn er ekki
of hæðóttur. Og þegar lífsleið-
in verður bæði grýtt og for-
ug þá eru það engan veg-
inn eins strokks sálirnar sem
fyrst bila. Sextán strokka
heilarnir láta einnig undan
áföllunum. Ef vér eigum að
gera ófrjóa alla þá, sem ekki
eru andlega færir um að stand-
ast hvað sem fyrir kemur í þess-
um breytilega og byltinga-
gjarna heimi, þáyrðuþeirsenni-
lega ekki afarmargir, sem
slyppu við að vera gerðir ófrjóir.
Það er litlum vafa bundið að
gelding einfeldninga í stórum
stíl er hvorki nauðsynleg,
æskileg né framkvæmanleg.
Vandamálið um andlega van-
þroska fólkið snýst ekki um
það hvernig vér eigum að losna
við það eða koma í veg fyrir að
það auki kyn sitt, heldur hvar
og hvernig við eigum að skipa
því í félagsheildina. Hin einu
lögmætu afskipti þjóðfélags-
ins af einfeldningunum eru hin
sömu og afskipti þess af öðru
fólki — sem sé þau að koma
þeim til þroska og örfa þá
til framkvæmda svo að þeir
geti notið lífsins til gagns
og gleði fyrir sjálfa sig og þjóð-
arheildina. Einmitt af því að
hér er um að ræða einfaldar
sálir, þá ætti þetta ekki að vera
eins erfitt og með aðra. Þetta
er fyrirkomulags og uppeldis
atriði, sem hægt er að fram-
kvæma og hefir verið fram-
kvæmt.
Fyrirkomulagið er auðvelt.
Skólinn eða foreldrarnir geta
með aðstoð sálfræðings, fljótt
komist að niðurstöðu um sálar-
ástand barnsins. I barnaskólum
allra stærri borga og bæja eru
sérstakar deildir fyrir van-
þroska börn. Þá eru líka til