Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
einkaskólar, sem foredrar geta
sent slík börn í, ef þeir vilja
það heldur. í skólanum njóta
börnin m. a. leiðbeiningar
I handavinnu og smíðum, en
það veitir þeim sjálfsvirðingu
og gerir þau ásamt öðrum upp-
eldisáhrifum fær um að hafa
ofan af fyrir sér og verða nýtir
borgarar. Þau losna þannig
við að hafa nokkra ástæðu til
minnimáttarkendar gagnvart
öðru fólki, eða að fyllast
andúð á þjóðfélaginu, en það
er oft fylgifiskur slíkrar
kenndar. Að ala upp menn er að
móta og laga hneigðir og skap-
gerð þeirra, en slíkt er engu
síður áríðandi í lífsbaráttunni,
en gáfur. Gáfumar er ekki
hægt að auka til muna, en ein-
feldningar geta lært kurteisa
framkomu, þrautseigju, heiðar-
leik, sannleiksást og annað því
um líkt. Það er hægt að forða
drengjum frá götustráka félags-
skap á uppvaxtarárunum, og
telpum frá freistingum götu-
lífsins á unglingsárunum. Síðan
geta bæði félög og einstakllng-
ar, sem afskifti hafa af slíkum
máium, gefið gætur að fram-
ferði þessa fólks. Og vitanlega
getur svo þetta fólk, eins og við
hin, aflað sér þekkingar á hin-
um ýmsu aðferðum og nýtízku
kenningum um takmörkun
barneigna.
í stuttu máli þetta: Ein-
feldningar eru langt frá því að
vera hættulegir fyrir mann-
kynið. Þeir eru fólk — óbreytt
og lítið gefið fólk — en fólk eru
þeir samt; þeir hafa sömu þarf-
ir, réttindi og að vissu leyti
sömu skilyrði til þroska og
gagns og annað fólk.
Nei, það er ekki þetta fólk,
sem við verðum að snúa athygli
okkar að, heldur fólkið á hinum
enda gáfnastigans, því að það
er úr þeirra hóp og aðeins úr
þeirra hóp, sem við fáum ekki
svo sjaldan menn með víðtækri
þekkingu, sem þeir nota til ills
eins, eða menn sem ráða yfir
auð fjár, sem þeir nota aðeins
til að rýja aðra, eða valdamenn
sem nota völdin til að kveikja
hatur og úlfúð, til að kúga þá
sem minni máttar eru, eða
vekja stríð og styrjaldir sér
til ávinnings.
Það er af þessum mönnum,
en ekki af lítilsgilda fólkinu,
sem menningunni og siðfágun-
inni stafar alvarleg hætta.